Hvað með lækna?

Bent var á að engin háskólastétt uppfylli jafn miklar menntunarkröfur og ljósmæður til að geta starfað við fag sitt eða 6 ára háskólanám nema dýralæknar.

Merkileg frétt en ég veit ekki betur en þeir sem ég þekki og voru í læknisfræði hafa einmitt verið nokkuð lengur. Sérstakt að þetta skuli standa svona á Mogganum.

Ég held reyndar að menn ættu frekar að ræða hvernig er hægt að stytta þetta nám. Einu sinni var þetta tveggja ára nám. Í dag er þetta þannig að fyrst þurfi þær að læra læra til hjúkrunafræðings og svo bæta við sig 2 árum.

Hvernig má það vera að það sé ekki hægt að hafa þetta samhliða námi í hjúkrunarfræði? Það þarf enginn að segja mér að ljósmæður þurfi að læra allt sem hjúkrunarfræðingar læra, og það sé ekki hægt að skipuleggja námið þannig að á einhverjum tíma sé því skipt upp.

Ég velti annars fyrir mér hvort ljósmæður hafi gert mistök þegar þær ákváðu að 25% væri krafan. Nú er víst búið að bjóða þeim 18,5% og en allt í lás. Hvað ætli þurfi til þess að þær séu sáttar? 18,5% hækkun er ansi góð hækkun.


mbl.is Fjölmenni á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver væri nettóhagnaðurinn af 18,5% hækkun miðað við verðbólgu síðastliðinna mánaða?

Annars þá held ég að þessi setning um námið hljóti að hafa misfarist eitthvað.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 20:24

2 Smámynd: Jón Friðrik Matthíasson

Sæll Tómas.  Samanburðurinn hefur eingöngu verið við aðrar stéttir innan BHM það er samt frábær tillaga hjá þér að bæta læknum við í samanburðarhópinn. ljósmæður tæku því fagnandi.  varðandi lengd námsins þá er rétt að einusinni var ljósmóðurfræði 2 og og reyndar læknisfræði líka,,, það er örugglega athugandi að stytta nám þessara stétta í 3 - 4 ár.

Jón Friðrik Matthíasson, 5.9.2008 kl. 21:11

3 Smámynd: TómasHa

Óli: Ég er bara að benda á að 18,5% er nokkuð nálægt því sem þær eru að biðja um. Eins og þetta lítur út hjá mér er verkfallið núna að snúast um 1-2% sem vantar upp á til að ná samningi. Það segir sig sjálft að í svona samningum, þá fær enginn nákvæmlega það sem hann biður um.

Jón: Það er óþarfi að vera með einhvern útúrsnúning. Ég er bara að leiðrétta fréttina en ekki að bæta þeim í samanburðarhópinn varðandi laun. Það sem stendur í fréttinni er hins vegar rangt.

Ég held að fáum sé greiði gerður með því að hafa þetta svona langt. Fyrir utan þessi launamál, þá er eiginlega ótrúlegt að fólk skuli vera tilbúið að bæta þessum 2 árum við sig.

TómasHa, 5.9.2008 kl. 21:57

4 Smámynd: Jón Friðrik Matthíasson

sæll Tómas.  hvaðan kemur þessi tala 18.5%. þessar tölur eru trúnaðarmál á milli samningarnefdar ríkisins og ljosmæðra. hvor samninganefndir ætli hafi lekið þessu út og með hvaða tilgangi?   Greiðin sem er gerður með lengd námsins er t.d. lægsti burðarmálsdauði í heiminum og eftir því er tekið bókstaflega út um allan heim. þetta eru ekki bara skoðannir ljósmæðra þetta styðja opinberar tölur og þessu hefur verið haldið fram að færustu fæðingarlæknum á Íslandi að þetta sé ljósmæðrum að þakka.  Vilt þú fórna þeim árángri ? 

Annað varðandi launakröfur ljósmæðra þá eru þær að bera sig saman við aðrar stéttir innan BHM, nær allar samanburðarstéttirnar eru í raun ekki samanburðarhæfar því það er eingöngu ein sem er með jafn miklar menntunarkröfu frá ríkinu það eru dýralæknar.  Launamunur milli dýralækna og ljósmæðra er 32%.  Fjármálaráðherra (dýralæknirinn) var ekki í vandræðum með að semja við þá.  Er það eðlilegt að heilbrygðisþjónusta við hesta og svin sem enda síðar sem hrossabjúgu eða bacon sé 32% betur borguð en heilbrygisþjónusta við verðandi mæður og börn þeirra ?

Ég er þeirrar skoðunnar að ljósmæður ættu að fá 32% hærri laun en dýralæknar. Ráðherra er staðráðinn í að hafa þetta öfugt. (hef reyndar heyrt að hann standi höllum fæti innan sjálfstæðis flokksins þessa dagan)

Jón Friðrik Matthíasson, 5.9.2008 kl. 22:31

5 identicon

Hjá, hvað veist þú um hvað ljósmæður þurfa að kunna?  Ég myndi segja að það væri lágmark að þær lærðu allt sem hjúkrunarfræðingar læra og toppi svo upp með sérhæfingu í tvö ár.  Segðu mér, hvaða hluta af pensúmi hjúkrunarfræðinga ætti að sleppa? (Og ef þú kannt eitthvað í samlagningu og frádrætti myndir þú átta þig á því að það þyrfti að sleppa út helmingi af hjúkrunarfræðináminu til að koma ljósmæðranámi inn á fjórum árum!).

Mér finnst þú alveg svakalega hrokafullur að trivialisera svona hluti sem þú veist greinilega ekkert um!

Kannski ætti bara að senda ljósmæður í bréfaskóla ha!  Því það getur ekki verið svo erfitt  að læra að taka á móti börnum og bregðast við uppákomum sem varða líf og dauða, er það?  Alla vegana ekki jafn erfitt og að læra að bólusetja rollur og sæða beljur.

Erna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 22:59

6 Smámynd: TómasHa

Jón: Þær ættu þá að krefjast 32% en ekki 25% eins og ég hef bent á. Ég held einmitt að ef þær eru að miða að slíkri hækkun hefðu þær átt að biðja um hærra og fara svo niður. Það er mjög erfitt að ræða um burðarmálsdauða á þann máta sem þú gerir. Það er fullt af hlutum í námi hjúkrunarkvenna sem snýr ekki beint að starfi ljósmæðra og með því að taka út slíkt ertu ekki að hafa áhrif á burðarmálsdauða. Ef þetta er ráðandi þáttur í burðarmálsdauða á þá ekki bara að lengja námið?

Erna: Það er áhugavert að þú talir um minn hroka en snúir þér svo að bréfaskólanum. Ég hef ekki kynnt mér nákvæmlega hvað er kennt í hverjum kúrsi, en hins vegar hef ég kynnt mér hvernig þetta er í nágrannalöndunum. T.d. er námið 4,5 ár í Svíþjóð.

TómasHa, 6.9.2008 kl. 03:03

7 identicon

Til upplýsingar má benda á að í Danmörku er ljósmæðranámið þrjú ár, ekkert bundið við hjúkrunarfræði. Í Noregi er það framhald af hjúkrunarfræði, en þar er hjúkrunarfræðinámið styttra, ekki minna en einu ári styttra. Hugsanlega þarf að fara að endurskilgreina þetta nám hér á landi - en það á auðvitað um fleiri. Nú eru háskólarnir orðnir margir og hrúga út "háskólamenntuðu" fólki sem allt þarf auðvitað laun í samræmi við menntun. T.a.m. væri snjallt að afnema fjöldatakmarkanir í læknanámi og miða einfaldlega við ákveðna einkunn, það ætti að auka framboð á læknum og þal. lækka kostnað skattborgara af kaupum á þjónustu þeirra....... minnka bilið milli stétta :)

Mér finnst boð um 18,5 % hækkun nokkuð gott, sérstaklega ef upprunalega krafa ljósmæðra er 25%

sigm. (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 09:06

8 Smámynd: Jón Friðrik Matthíasson

Boð um 32% launaleiðréttingu væri ágætt ef heilbrygðisþjónusta vid hesta og svín væri jafnmikils virði og heibrygðisþjónusta við verðandi mæður og börn þeirra.

Ríkisstjórnin telur heilbrygði dýra meira virði en barna og verðandi mæðra. Tómas og "sigm", hvort telið þið vera mikilvægari þjónusta?

Þið verðið að muna að það er ríkið sem gerir kröfu um 6 ára nám.  Ef þið færuð nú með bílinn ykkar til bílamálara og færuð fram á að láta heilsprauta bílinn, væri þá eðlilegt að þið neituðuð að borga nema bara fyrir minni háttar blettun ?

Jón Friðrik Matthíasson, 6.9.2008 kl. 09:53

9 Smámynd: Jón Friðrik Matthíasson

sæll Sigm ??

Lengd á ljósmæðranámi í Danmörku er óvenju stutt, enn það er ekki 3. ár það er 3,5 ár miðað við dansk skóla ár þá erum við að tala um 4. ár miðað að íslenskt skólaár. (danskir aðþingismenn,kennarar og námsfólk þarf ekki lengur að fara í sauðburð heyskap og réttir eins og hér á íslandi þessvegna er námsárið þar lengra)

En lengd námsins er ekki það sem skiptir máli hér, ríkisstjórnin hefur sjálf sett gæðakröfurnar en vill ekki borga, ekki einusinni miðað við meðal grunnlaun stétta með 4. ára háskólanám.

Ástæðan fyrir því að ljósmæður hafa óskað eftir 25% leiðréttingu en ekki 32% er kanski venga þess að þær vilja leiðrétta svona "innbyggt áralangt óréttlæti" í hæfilegum skömmtum svo ríkisstjórninn verða ekki fyrir þeirri smán að standa við loforðin sín.

Jón Friðrik Matthíasson, 6.9.2008 kl. 10:09

10 Smámynd: Anton Þór Harðarson

Mér finnst svolítið skrýtið að sjá alltaf talað um að ljósmæður vinni svo mikilvægt starf, að þessvegna verðskuldi þær svo mikla launahækkun. Ég ætla ekki að gera lítið úr þeirra starfi, eða draga í efa miklilvægi þess.

En það sem mig langar að fá er skilgreining á hvaða störf eru mikilvæg og verðskuldi launahækkun og svo hinsvegar hvaða störf eru svo ómerkileg að þau verðskuldi ekki launahækkun.

Anton Þór Harðarson, 6.9.2008 kl. 11:04

11 Smámynd: TómasHa

Jón:  Það er gaman hvernig þú ferð úr einni upphrópun í aðra.  Ég hef aldrei sagt að ljósmæður væru ofgóðar af því sem þær fá.  Ég hef verið að benda á 2 punkta. 1. Námið er of langt og það þyrfti að endurskoða.  2. Ljósmæður settu kröfurnar of lágt ef staðan er sú í dag að það er verið að bjóða þeim 18,5% en þær óska eftir 25%.  Það vita allir hvernig þessir samningar hafa verið, það er enginn sem fær það sem hann biður um. 

TómasHa, 6.9.2008 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband