Erla formaður Heimdallar

Vísir segir frá því að stelpur stjórni ungliðahreyfingum þriggja stjórnmálaflokka.

Ég má til með að benda á að þrátt að formaður SUS er auðvitað Þórlindur Kjartansson, þá er hún Erla Ósk formaður Heimdallar, lang stærsta aðildarfélags SUS.

Heimdallur einn og sér er á stærð við ungliðahreyfingar flestra hinna flokkanna samanlagt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Svo má bæta við að Ásdís Halla Bragadóttir var formaður SUS fyrir ekki svo mörgum árum síðan.

Hjörtur J. Guðmundsson, 11.6.2008 kl. 10:17

2 identicon

Hverjum er ekki sama um einhverjar upprennandi íhalds-pútur?

Magnús (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 13:19

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

til hamingju með að stelpur virðast komast á blað í heimdalli núna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur með gjörðum sínum og málflutningi undanfarin ár verið með skræpóttar veifur  til að fæla frá stúlkur. Ég segi við dætur mínar: Látið ykkur ekki detta í hug að ganga í Sjálfstæðisflokkinn, það er flokkur sem treður niður konur.

Skrýtið líka hvers vegna Hanna Birna er ekki fyrir löngu orðinn leiðtogi Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hún er nr. 2 á lista og nr.1 á listanum olli megaklúðri. Af hverju var hann ekki settur af með hraði og nr. 2 kemur inn. Af hverju er einhver Kjartan sem er eitthvað aftarlega á lista og sem ég hafði aldrei heyrt um áður settur í eitthvað lykilhlutverk og Hanna Birna og Gísli Marteinn bara eins og strengjabrúður í einhverju plotti um ítök í orkuveitunni. Maður hefur á tilfinningunni að öllum sé sama um hver stýrir fundum borgarráðs, raunverulegu völdin það sem sýslað er með auðlindina eru í orkuveitunni og þangað er konum ekki hleypt inn ennþá í Sjálfstæðisflokknum. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 11.6.2008 kl. 13:22

4 Smámynd: Óttarr Makuch

Merkileg athugasemd hjá Salvör þegar hún segir "það er flokkur sem treður niður konur".  Ég veit ekki betur en að bæði á framboðslista hér í borginni fyrir alþingis- og borgarstjórnarkosningarnar hafi konur skipa helming sæta á listunum. 

Óttarr Makuch, 19.6.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband