Skemmdarverk á 9 hæð?

Í umfjöllun um lausu flísarnar í Skuggahverfi segir framkvæmdarstjórinn:

Hann vill ekki útiloka að brotnu flísarnar á götunni séu vegna skemmdarverka, en slík hafi áður verið unnin á blokkunum.

Ég keyrði þarna fram hjá og sá að þetta var á öllum blokkunum meira og minna og alveg frá jarðhæð og upp á topp.

Ég velti fyrir mér hvort menn séu í alvöru að halda því fram að það sé verið að skemma flísar upp á annar hæð og ofar? Eins og sést bara glögglega á myndinni sem fylgir með fréttinni, er þessar flísar að losna ofar en menn geta með góðu móti teygt sig og eyðilagt flísarnar.

Eru menn bara ekki að losa sig undan ábyrgð?
 


mbl.is Flísum rignir í Skuggahverfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú ekki svo slæmt að öll götin í klæðningunni séu eftir að flísar hafi hrunið niður. Þegar fyrstu flísarnar losnuðu og féllu til jarðar fór byggingaverktakinn með krana og lét starfsmenn sína taka á hverri einustu flís. Þær sem sýndu merki um að vera lausar voru allar fjarlægðar. 99% af götunum eru þannig til komin.

Núna hafa fundist brotnar flísar á stéttinni og þær geta annað hvort hafa fallið af efri hæðum eða verið rifnar af á jarðhæð. Ætli verktakinn sé ekki að halda því fram að síðarnefndi kosturinn sé skýringin?

SP (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband