26.5.2008 | 10:58
Of seint að komast hjá upptökum
Vísir segir frá því að leitað hafi verið á gestum hjá Indiana Jones, en því miður fyrir þá er þetta allt of seint, nú þegar er hægt að finna fjölmargar upptökur af myndinni á netinu fyrir þá sem á því hafa áhuga.
Annars er eiginleg fyndið að menn séu að stoppa þessar upptökur. Ég velti fyrir mér hversu margir ákveða að horfa frekar á lélega myndupptöku úr bíósal frekar en að fara. Flestir eru kannski fyrst og fremst forvitnir um hvernig myndin er.
Ef myndin stenst væntingar, þurfa menn lítið að óttast. Menn fara á góðar myndir í bíó, en nenna ekki að horfa á myndirnar heim, í lélegum gæðum og með reglulegum hávaða bíógesta eða að menn standa fyrir framan myndavélina, þannig að bara hljóðið heyrist.
Leitað á bíógestum Indiana Jones
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sérstakt að tala um heimsfrumsýningu þegar búið er að sýna hana í evrópu áður. En svona er þetta litla Ísland, allt fyrst hér
Óttarr Makuch, 29.5.2008 kl. 01:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.