Ekki í 10 heldur 12

Í frétt Moggans segir eftirfarandi: 
Athygli vekur, að Svíar, sem spáð var velgengni, lenti í 10. sæti í undankeppninni en 10 þjóðir fóru áfram úr hvorum riðli í úrslitin.

Það rétta er hins vegar að Svíar lentu raunverulega í 12 sæti með 54 stig, en á undan þeim voru Makedónía með 64 stig og Búlgaría með 56 stig. 

Hins vegar voru Svíar lánssamir því dómnefndi valdi þá áfram.

Annað sem vekur athygli er að rússar lentu eingöngu í 3 sæti í undankeppninni í sínum riðli en Grikkir voru í fyrsta sæti. 


mbl.is Ísland varð í 8. sæti í undankeppninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Ég get nú ekki sagt að ég hafi verið mjög hrifin af Grikklandi eða Rússum.   Mér fannst samt merkilegt að Rússari hafi ekki bara verið í 2 heldur 3 sæti á eftir Grikkjum.

TómasHa, 25.5.2008 kl. 01:40

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Mér finnst líka athyglisvert að Portúgal var í 3. sæti síns riðils en lenti síðan aðeins í 13. sæti í aðalkeppninni. 

Markús frá Djúpalæk, 25.5.2008 kl. 09:57

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Það þarf bara að skipta þessari keppni í tvennt, svo við getum átt raunhæfa möguleika á sigri

En okkar fólk stóð sig einstaklega vel og langt síðan maður hefur séð jafn góða sviðsframkomu og í gærkvöldi.  En ég get samt ekki annað en brosað út í annað að sjá hver var bakrödd hjá þeim, enginn annar en gamla kempan Grétar Örvarsson, spurning hvort hann verðir að lokum eins og gamli karlinn í einu laginu og komi fram í eurovisoin fram á dauðadag!

Óttarr Makuch, 25.5.2008 kl. 15:32

4 identicon

Djöfull hefði það orðið frábært ef Sænska hefði fengið sömu örlög og Selma seinna skiptið...

Án djóls við hefðum komist ofar ef Svíar hefði ekki verið með í lokakeppninni. 

Geiri (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband