Bjartsýni

Íslendingar eru frábærlega bjartsýn þjóð, ég held að við höfum alltaf haldið að við myndum vinna þessa keppni, jafnvel þegar Daníel Ágúst fór út.  Þórhallur hefur örugglega eitthvað betra við tíma sinn að gera en að leita að húsi undir keppnina.  Ef við vinnum munar varla um 2-3 daga, meðan menn jafna sig, til þess að finna húsið. 

Keppendurnir okkar í ár, mega reynda eiga það að þau stóðu sig bara ágætlega í keppninni. Hins vegar eru fjölmörg góð atriði í keppninni og þrátt fyrir gott gengi er sigurinn frekar langsóttur.

Ég veit amk. hvað ég ætla að kjósa á morgun, ef ég kýs. Það verður franska lagið, skemmtilegt lag og gott myndband.  Svo skemmir ekki fyrir að lagið er á ensku, í fyrsta skipti sem það gerist hjá Frökkum. Það væri ekki leiðinlegt að Frakkar myndu vinna þessa keppni þegar þeir syngja á ensku.

Þegar ég las um viðbrögð forsætisráðherrans franska rifjaði ég upp umræðuna þegar Mörður Árnason setti sig upp á móti því að Birta yrði að Angel.
mbl.is Evróvisjón á vellinum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að það sé enginn hætta á að Ísland vinni þetta. Ég skil ekki hvað fólk er að spá með því að tala alltaf um að nú munum við vinna þetta. Svo þegar niðurstaðan er komin að þá eru alltaf sömu vonbrigðin og velt vöngum yfir einhverju svindli og öðrum kennt um.

Ég er á því að eina skiptið sem að við áttum einhverja möguleika á að vinna þetta var þegar að við sendum út vitlaust lag en með því að senda vitlaust lag, urðu möguleikarnir að engu. Það var þegar að Birgitta var send út í staðinn fyrir Botnleðju.

Davíð (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband