21.5.2008 | 16:19
Sverirr tekur upp haglabyssu og dritar í allar áttir
Nokkuð gaman að fylgjast með Sverri Stormsker þessa dagana, þar sem hann virðist vera búinn að taka upp haglabyssinu og dritar í allar áttir
Vegna slæmrar reynslu af hinum harðlæsta plötubransa þá lagði ég mig hins vegar í líma við að koma fjölmörgum söngvurum á framfæri, til að mynda Stebba Hilmars sem ég fann bláeygðan og gjörsamlega óþekktan og rennblautan á bak við tóneyrun í Kvennaskólanum á sínum tíma og ruslaði honum upp á svið.
Í dag finnst þeim ágæta manni heilladrýgst að þakka fyrir sig með því að minnast ekki einu orði á það á heimasíðu sinni hver hafi dröslað honum á lappir og samið ofan í hann fyrstu vinsælu lögin sem hann söng inn á plötur og gerðu hann að því sem hann vildi verða frægan. Hann leggur sig hins vegar í framkróka við að sniðganga mig þegar kemur að styrkveitingum úr Tónskáldasjóði FTT en þar situr Stebbi einn þriggja í úthlutunarnefnd. Munurinn á hundum og mönnum er sá að hundarnir bíta mann ekki eftir að maður gefur þeim að éta. Þar skilur á milli dýrs og ódýrs. Það er annað að vera sheep en cheap.
Hver kom Stormsker á framfæri?
Bitur bögusmiður á skítadreifara
Nú skilst mér að Sverrir sé að undirbúa að lesa upp yfirlýsingu í þættinum sínum Miðjan á Útvarpi Sögu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.