14.5.2008 | 11:18
Kaldastríðs samanburður
HR stærir sig af því að vera með eina af 50 bestu viðskiptadeildum í Vestur-Evrópu. Ég veit það ekki en þetta er voðalega kaldastríðslegur samanburður, eða kannski þurfti að búa til hóp sem var þannig að hægt að hægt væri að auglýsa þetta.
Þeir eru amk. duglegir að auglýsa þetta og koma þessu í fjölmiðla, í dag birtist grein á vísi og þetta var auglýst í öllum blöðum.
Það er amk. betra að auglýsa upp markmið sem eru bara fjarlægur draumur. Það vill nú svo skemmtilega til að höfundur þessarar greinar á Deiglunni, er nú orðinn starfsmaður HR.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll, það er gaman og gott til þess að vita að þú fylgist með fréttum og velgengni Háskólans í Reykjavík. En viltu nú ekki kynna þér bakgrunn og staðreyndir málsins áður en þú fellir dóma? Það ýtir undir upplýstari umræðu. Þú gætir t.d. kynnt þér hvernig staðið var að þessari úttekt með því að skoða www.eduniversal.com, en eins og sjá má þar liggur ansi mikið ferli og vinna að baki þessarar úttekt og um 4.000 viðskiptaháskólar og -deildir skoðuð.
Setning þín um að "...kannski þurfti að búa til hóp sem var þannig að hægt að hægt væri að auglýsa þetta" er því marklaus og hlýtur, sem betur fer, að byggjast á vanþekkingu fremur en einhverju öðru. Úr því má snarlega bæta.
Bestu kveðjur,
Jóhann Hlíðar
markaðsstjóri Háskólans í Reykjavík
Jóhann Hlíðar Harðarson (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 16:36
Kostir þess að blogga er að ég get sett fram hugleiðingar mínar. Ég fæ þá líka stórgóðar athugasemdir eins og þessa. Ég er ekki með fjölmiðil og get því gert minni kröfur til þess sem sem ég set hérna fram. Vangaveltur duga alveg.
kveðja Tómas
TómasHa, 14.5.2008 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.