10.5.2008 | 20:44
Umhverfisráðherra og hjólamennskan
Í einhverju blaðinu í gær var sagt að umhverfisfráðherra hefði látið skutla hjólinu sínu í Laugardalinn til að taka þátt í hjólað í vinnuna, og náð svo að hjóla alla leið á bílastæði ÍSÍ þar sem einkabílstjórinn hafi beðið hennar.
Til hvers var hún að hjóla nokkurn skapaðan hlut? Var þetta allt hluti af sýndarmennskunni?
Hann er nú ekki mikill trúverðugleikinn hjá svona ráðherra sem predikkar umhverfisvernd en lætur svo skutla hjólinu og láta einkabílstjóran bíða á meðan ljósmyndarara smella af nokkrum myndum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Reyndar er búið að bera þessa frétt til baka. Rétt mun vera að hún lét einkabílstjórann koma með hjólið en hafði það síðan af að hjóla alla leið niður í ráðuneyti. Er það ekki við Vonarstrætið?
Annars stal sá "blörraði" senunni í annars yfirborðskenndri sýndarmennsku. Hann mætti án reiðhjóls og spurði hvort engin ætlaði að lána sér hjól. Einhver hugulsamur setti hjólið sitt undir borgarstjóranefnuna sem skjögraði af stað með harmkvælum. Sennilega ekki stigið á hjól frá barnsaldri.
En það var Kristján Möller var ekki með neina sýndarmennsku. Mætti á svæðið eftir að hafa hjóla að heiman rjóður og sællegur. Enginn einkabílstjóri þar og lét sig ekki muna um að hjóla í vinnuna. Það hefur greinilega tekið sig upp gamall snertur af íþróttakennara.
En á meðan samgönguyfirvöld leggja ekki hjólreiðabrautir samhliða annarri uppbyggingu samgöngumannvirkja verður uppákoma sem þessi sýndarmennska og hjóm eitt.
Sveinn Ingi Lýðsson, 10.5.2008 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.