Mikil eftirspurn?

Á vísi er nú frétt um að það sé mikil eftirspurn eftir þessum hæðum með öllum. Einhvern vegin efast maður um að það sé satt, þetta sé frekar svona draumhyggja hjá eigendum húsanna. Svona týpískt pr stunt, að segja fólki að þetat sé vinsælt og þá hljóti það að vera það.  

Myndi maður ekki vilja innrétta sjálfur ef maður væri að kaupa sér nýtt?  

 

Fréttablaðið, 05. maí. 2008 07:00

Húsin á Hæðinni til sölu með öllu

mynd
Begga og Pacas þykir hafa tekist vel til með húsið sitt á Hæðinni og hafa nokkrir sýnt áhuga á að kaupa það með öllu.

Húsin á Hæðinni eru föl fyrir sjötíu til áttatíu milljónir. Þetta segir Sigrún Þorgrímsdóttir hjá fasteignaþróunarfélaginu Hanza sem hefur umsjón með sölunni á sjónvarpseignunum.

Upphaflega stóð til að selja húsin eingöngu með innréttingum en þó nokkrir hafa sýnt því áhuga að kaupa húseignirnar á Arnarneshæðinni með húsgögnum og öllu því sem pörin þrjú hafa valið. Ekki hafa þó borist nein formleg tilboð. Sigrún segir það greinilegt að einhverjum þyki það þægileg tilhugsun að geta flutt inn með bara tannburstann og eftirlætisbækurnar. Hún tekur þó fram að einnig verði hægt að kaupa húsin án húsgagnanna en með innréttingum.

Þátttakendur fá ekki neinn hluta af kaupverðinu heldur fær eingöngu sigurvegarinn, sem verður krýndur 8. maí í beinni útsendingu á Stöð 2, tvær milljónir í reiðufé. Aðrir þátttakendur verða síðan leystir út með glæsilegum gjöfum.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur innbú þeirra Guðbergs Garðarssonar og unnusta hans, Pacas, fengið mestu athyglina. Þar af hefur ein kona sýnt þeim alveg sérstakan áhuga og fengið að skoða nokkrum sinnum. „Það er víst, við áttum svo sem alveg von á því að þetta myndi slá í gegn enda höfum við vandað vel til verksins," segir Guðbergur í samtali við Fréttablaðið. Að sögn Sigrúnar verður opnað fyrir tilboð í húseignirnar og þær sýndar strax eftir úrslitaþáttinn. - fgg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Væri alveg til í eldhúsið þeirra!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.5.2008 kl. 15:30

2 Smámynd: TómasHa

Fyrir 80 milljónir :) Er ekki málið að innrétta þetta bara sjálf fyrir þann pening. Nóg er af tómu húsunum um þessar mundir :)

TómasHa, 5.5.2008 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband