26.4.2008 | 13:38
Sára lítill möguleiki á sprengingu
Það eru svo sem engin stór undur í að þessi skápur hafi sprungið. Um leið og það er mjög litlar líkur á að það gerist eru líkur.
Eftir að menn hættu að nota gömlu kælimiðlana og fóru að vera umhverfisvænir. Annars vegar eru miðlar eins og R134a sem er ekki með sprengihættu og svo eru aðrir miðlar eins og isobutan og fleiri jarðgös (R600 og R290). Helsti kostur jarðgasmiðlana er að þeir eru náttúrulegir (ekki framleiddir miðlar), kælipressur eru hljóðlátari og nýta rafmagn betur (var þannig alla vegna).
Hins vegar er það sprengihættan, hún er hins vegar ákaflega lítil og eingöngu eins og það sem gerðist í þessu tilfelli. Leki kemur væntanlega á kælilögnina inni í ísskápnum og lekin er nægjanlega hraður til þess að gasið nær ekki að leka út í andrúmsloftið.
Hinn hlutinn er að það þarf vera til staða er það þarf myndast blossi inn í rýminu en það gerist annað hvort með ljósinu eða í þessu tilfelli væntanlega er það thermóstat sem fer í gang.
Magnið á svona skáp er í kringum 150 g af gasi, en hins vegar hefðu þurft að vera amk. 20-30 gr inn í ísskápnum sjálfum til þess að duga til að sprengja. Þannig að hlutfallslega hátt magn af gasinu þarf að hafa lekið inn í ísskápinn til þess að það sé nokkur möguleiki á að einhver sprenging myndist.
Yfirleitt eru helstu ástæður fyrir leka í þessum skápum mannlegir, sérstaklega eftir svona langan tíma. Þar sem menn stinga einhverju í leiðslu, slá einhverju í tengingar eða á annan hátt eyðileggja rásina. Einnig er möguleg tæring, en það er samt óvíst þar sem hann er ekki nægjanlega gamall (6 ára) til þess að það sé raunverulega komin hætta á tæringu.
Sjálfur vel ég mér nú ísskápa með R134a og hef alltaf gert. Ég er enginn sérfræðingur í þessu, en hef stundum spurt sérfræðingana út í þetta og þeir segja mér að það séu meiri líkur á að ég verði fyrir bíl eða hrapi í flugvél en að minn ísskápur springi. Einnig hafa þeir spurt mig hvort ég eigi útilegugastæki (og svarið við því er já) og að líkurnar á að sá búnaður gefi sé ekki minni.
Samt hef ég nú valið mér skápa sem eru með óbrennanlegum miðlum.
Ísskápurinn sprakk í tætlur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
This was way to much useless information in one blog!
Bjöggi (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 15:29
þetta er nú bara ágætis upplýsingar! Ég fór einmitt að hugsa um minn ískáp þegar ég las fréttina..! En róaðist bara aftur eftir að hafa lesið þetta blogg
Guðný Lára, 26.4.2008 kl. 15:34
en eg veit um eina sem átti 5 ára gamlan ísskáp frá þessum framleiðanda og hún þurfti að kaupa nýjan vegna þess að lagnirnar í honum voru gegn riðgaðar
Hermann Karl Björnsson, 26.4.2008 kl. 16:59
flott færsla!
þóra (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 18:03
Á ísskápnum hjá mér er lítill segull sem á stendur eitthvað þessa í veru: "Ef þú vilt morgunverð í rúmmið, sofðu þá í eldhúsinu"
Ég held ég sleppi því bara að fá morgunmatinn í rúmmið...
dvergur, 26.4.2008 kl. 19:10
Sæll Bjöggi: Þú ákveður auðvitað hvað þú villt lesa. Mér finnast þetta sjálfum áhugaverðar vangaveltur, og svipuð umfjöllun var í fréttunum í kvöld.
TómasHa, 26.4.2008 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.