Góðar stundir í Kína

Þá er maður kominn heim frá Kína, tímamunurinn hefur alltaf sömu áhrifin og maður virðist ekkert venjas að fara þarna á milli.  Að þessu sinni var ég reyndar einstaklega seinheppinn í flestu, já fyrir utan að komast utan.

  • Á leiðinni út festist ég í lyftunni á launcinu í Keflavík og þurfti að dúsa þar í 15 - 20 mín, meðan ég velti fyrir mér hvort það væri úti um Kínaferðina
  • Í london var mér neitað að fara um borð, vegna þess að ég var ekki með rétt greiðslukort á mér.
  • Það var allt saman tætt í sundur hjá mér í London í leita af einhverju sem fannst ekki, en það tók samt 30 mínútur að tæta draslið í sundur.  Þetta var fyrsti dagur gaursins, sem ætlaði að standa sig.
  • DOHA kom og fór, reyndar náði ég vélinni og það var gott
  • Í Shanghai kom enginn farangur svo ég stóð þarna með bakpokann bara

Það var nokkuð skemmtilegt annars, ég lenti ekki í neinum sérstökum vandamálum fyrr en á leiðinni heim, þar sem aftur átti ekki að hleypa mér um borð í vélina þrátt fyrir að hafa verið lofað í London að þetta myndi ekki gerast í SH.  Það var ekki skemmtilegt að standa þarna einn með check in gaurnum og áhöfnin farin um borð og farnagurinn farinn um borð.  Á endanum reddaðist þetta þó og ég komst alla leið.  

Ferðin heim var ótrúlega löng, þetta voru alltof margar klukkustundir á leiðinni.

Leggurinn heim frá London var bestur, þar hitti maður fyrir marga gamla vini í vélinni og mikið hlegið á leiðinni heim. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband