Hneyksli dagsins

Hneyksli dagsins er ekki sú árlega og þreytta umræða hver fékk mesta áhorfið.  Áhorfendur eru löngu hættir að hlusta og þeir sem á annað borð hafa nokkurn áhuga á þessu lesa sér bara til um þetta á vef Capacent. 

Hneyksli dagsins er hins vegar þetta mikla áhorf sem leiðinlegasti þáttur Íslands fær.  Hvernig má það vera að útþynntur Idol þáttur með leiðinlegustu þáttastjórnanda Íslandssögunnar fær svona mikið áhorf. 

Eigum við að ræða þetta eitthvað eða? 

Það er ekki nokkur einasti maður sem ég þekki sem er ánægður með þennan þátt.   Val á Evrópvision lagi getur verið ágætt sé það gert í eðlilegu magni.  Þetta er bara komið út úr öllu korti.

Þáttarstjórnandinn hlær mest af öllum sínum bröndurum.  Það er fyndið hvað þeir eru ófyndnir. 

Ég er nokkuð viss um að þessi þáttur er að koma betur úr þessu en hann hefði gert í gamla kerfinu þar sem menn voru að fylla inn þessar kannanir.  Þetta er svona eins og ef menn eru spurðir hvort þeir lesa Séð og heyrt. Enginn viðurkennir það en samt er það með mestlesnu tímaritum landsins. 

 Það sorglega við þetta er að RÚV fær þau skilaboð að þessi útþynnti þáttur sé virkilega skemmtilegur. Á meða sitjum við uppi með "brandara" kallinn og útþynntan Idol þátt í 50 þáttum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bubba þátturinn er það leiðinlegasta sem ég hef séð í sjónvarpi í langann tíma. Að hlusta á montnasta mann Íslands mæra sjálfan sig með fegurðardrottninguna við hlið sér er ömurlegt. Já vel á minnst fegurðardrottning sem sagðist aldrei muna setja hundinn sinn á sýningu vegna þess að hún vill að hann haldi sínum karakter, bíddu, fór hún ekki sjálf á sýningu, var hún ekkert hrædd um sinn eigin karakter.

Ég verð svo bara að viðurkenna að ég hef ekki horft á einn einasta þátt af þessu lagavali fyrir Evróvision og hef ekki áhuga á svona lélegri tónlist, hey hey hó hó eitthvað. 

Valsól (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 09:40

2 identicon

Hneyksli dagsins er hins vegar þetta mikla áhorf sem leiðinlegasti þáttur Íslands fær.  Hvernig má það vera að útþynntur Idol þáttur með leiðinlegustu þáttastjórnanda Íslandssögunnar fær svona mikið áhorf.  Þetta er athyglisverð ummæli hjá þér.Hvernig getur þú fyllyrt að það sé þetta sé leiðinlegasti þátturinn á Íslandi svona fyrir hönd allrar þjóðarinnar. Persónulega finnst mér réttara væri að segja að þér fyndist hann vera leiðinlegasti þátturinn á Íslandi með leiðinlegasta þáttastjórnandann.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 10:08

3 Smámynd: TómasHa

Hvar kemur fram að þetta sé fyrir hönd þjóðarinnar Sigurður?  Þetta er mitt blogg og það hlýtur að liggja í hlutarins eðli að þetta sé mín skoðun. 

Valsól: Ég er bara ekki áskrifaðndi af stöð 2 og get því ekkert tjáð mig um Bubba.  Mér skilst að hann sé voðalega viðkvæmur fyrir gagnrýni. Þú verður að passa þig að segja ekki neitt slæmt um þáttinn :) 

TómasHa, 19.2.2008 kl. 11:15

4 Smámynd: Steinþór Ásgeirsson

Svona svona

Ég hef til dæmis aldrei þolað Elín Hirst sem fréttamann/konu og fannst hún best geymd í Bingól lotto með Ingva Hrafni, en eitthvað hlýtur hún samt að hafa við sig fyrst hún er enn að æla fréttum í beinni á stöð landsmanna.  

Steinþór Ásgeirsson, 19.2.2008 kl. 12:07

5 identicon

Þetta er staðhæfing hjá þér "Hneyksli dagsins er hinsvegar þetta mikla áhorf sem leiðinlegasti þáttur Íslands fær"

Hvort sem þetta er þitt blogg eða einhvers annars að þá bera menn ábyrgð á því sem þeir skrifa og Þegar ég las þetta fanst mér eins og þú værir að tala fyrir meirihluta þjóðarinnar. Ekki furða þig á fólki sem misskilur skrif þín ef þú getur ekki komið hlutunum frá þér á réttan hátt.

Gretar (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 12:59

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hann Gísli er víst vinsæll. ég man alltaf eftir auglýsingaskiltinu í Borgarnesi, í hitteðfyrra, þar sem Landnámssetrið var auglýst. þá hafði það nýlega verið opnað og hafið sýningar á Mr. Skallagrímsson, sem sló reyndar í gegn. á skiltinu góða var  m.a. mynd af Gísla Einarssyni, án þess þó ég viti hvorki til að hann hafi tengst Landnámssetrinu né neinu sem þar fór fram. frekar broslegt.

Brjánn Guðjónsson, 19.2.2008 kl. 13:07

7 Smámynd: TómasHa

Grétar: Ég get ekki gert af því hvernig þú lest blogg.  En það er munur á bloggi eða fréttum.  Hvernig lestu það úr þessu að þetta sé annað en mín eigin skoðun?

Brjánn: Gísli, það hefur svo sem komið fram hérna að hann er áægtur að skoða kverúlanta landsins og ætti að halda sig við það.  

TómasHa, 19.2.2008 kl. 13:28

8 identicon

Já og Tómas minn, ég get ekki gert að því hvernig þú skrifar blogg. Til að mynda segir þú fyrr í blogginu að "Áhorfendur sé löngu hættir að hlusta og þeir sem á annað borð hafa nokkurn áhuga á þessu lesa sér bara til um þetta á vef Capacent."

Ég veit ekki, en mér sýnist þarna vera önnur staðhæfing þar sem þú tekur þér það bessaleyfi að vera talsmaður áhorfenda, nema að þú talir um þig í fleirtölu.

Grétar (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 15:01

9 Smámynd: Tryggvi F. Elínarson

Það hlýtur að gefa auga leið að í bloggaheimum skrifa menn út frá eigin sýn og tilfinningu. Þar af leiðandi hljóta skoðanir Tómasar að vera hans og þegar hann notar frasa eins og "Áhorfendur séu löngu hættir..." þá les ég það að minnsta kosti á þann hátt að hann eigi við þá áhorfendur sem viti af. Að fólki í "hans heimi/umhvefi" hagi sér á þann hátt.

En auðvitað er fullt af fólki til sem vill misskilja og oftúlka til að geta rifist aðeins og finnst það bara gaman :D

Tryggvi F. Elínarson, 19.2.2008 kl. 15:15

10 identicon

Já ég verð nú að játa það að mér finnst nú nokkuð gaman að deila við bloggara :S En samt finnst mér allt í lagi að menn reyni nú aðeins að gera sig skiljanlegan. jú jú kannski er nú alveg hægt að sjá það að þetta séu skoðanir Tómasar. En segjum sem svo að ég sé með blogg og segi "allir Íslendingar vilja taka upp evruna". Er ég þá að lýsa minni skoðun eða er ég að þykjast geta talað fyrir hönd allra Íslendinga. Að mínu áliti tel ég það vera frekar auðvelt að fara út af sporinu sem bloggari og menn verða bara að þola það að rugludallar eins og ég poppi annaðslagið upp röfli aðeins ;)

Grétar (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 15:44

11 Smámynd: Tryggvi F. Elínarson

Skemmtilegar Grétar og ég verð að viðurkenna að heitar umræður eru alla jafna mjög skemmtilegar og hef ég gerst sekur um að varpa fram fullyrðingum og skammyrðum til þess eins að kynda enn frekar.

En svo ég snú mér nú að kjarna málsins, spurningu þinni um "allir íslendingar vilja taka upp Evruna" - Kannski er ég ekki marktækur mælikvarði þar sem ég hef stúderað samskipti mjög mikið og er auk þess að kenna samskiptatækni og líkamstjáningu...en... þegar þú varpar fram svona fullyrðingu þá skil ég hana svona: Þú ert að segja mér að allir í kringlum þig vilji taka upp Evru, hópurinn í kringlum þig sé þverskurður þjóðfélagsins og því megi slengja þessu fram með þessum hætti. En á sama tíma og ég les þetta átta ég mig samt sem áður á því að fullyrðingin er algjörlega byggð á ÞÍNUM skoðunum, ÞINNI tilfinningu, og er hugsanlega lituð af ÞÍNUM VILJA til að taka upp evruna. Þar af leiðandi tek ég henni með fyrirvara!

En þetta er auðvitað bara það sem ég les :D

Tryggvi F. Elínarson, 19.2.2008 kl. 16:17

12 Smámynd: TómasHa

Í mínu bloggi fullyrði ég heldur ekki að "Allir Íslendingar". Ég fullyrði einfaldlega að þetta sé leiðinlegasti þáttur Íslandssögunnar.  Auðvitað geri ég það frá mínum bæjardyrum.  Ég sagði ekki að þetta væri leiðinlegasti þáttur Íslandssögurnnar að mati allra Íslendinga.  

Þarna er munur á.

TómasHa, 19.2.2008 kl. 16:22

13 identicon

Ég er nú alveg sammála þér Tommi að þessi þáttur er hræðilega leiðinlegur.  Annað, með svona fólk sem segir alltaf (og í nöldurtón): "Það er bara þín skoðun".  No shit Sherlock, þetta er nú einu sinni blogg.

En að kjarna málsins. Ástæðan fyrir því að þessi þáttur er svona vinsæll er að þetta er íslenskt og á Prime Time. Eftir fréttir á RÚV á laugardagskvöldi. Allt það sem er á þessum tíma verður vinsælt.

Hef t.d. verið í mat hjá tengdó á laugardskvöldum þar sem þessi þáttur hefur verið í gangi á eftir matnum. Tengdamóðir og faðir horfa alltaf á þennan þátt. Ég spyr þau eitt kvöldið eins og fávís kona, hvort eitthvað gott lag hafi komið í þessum þáttum. Þau segja kannski 1 eða 2 lög hafi verið "allt í lagi".  Kommon, hver nennir að horfa þetta hverja einustu viku og þykja öll lögin leiðinleg. Þar að auki eru þau ekki hrifin af tvíhöfðamönnum eða nokkrum dómaranna.

Þau eru bara eins og meirihluti Íslendinga. Íslenskt á RÚV á laugardagskvöldi ... JÁ TAKK!

Johnny Haim (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband