17.2.2008 | 14:15
Land Cruiser á 11 milljónir
Ég hef alltaf verið hrifin af Land Cruiser, hann hefur verið svona jeppi sem millistéttin hefur getað keypt sér með góðu móti en hann hefur ekki verið neinn sérstakur lúxus jeppi í mínum huga. Helsti samkeppnisbílinn hefur verið Patrol, sem hefur verið aðeins ódýrari og svona aðeins meira basic.
Í dag er hægt að fá Patrol fyrir 5 milljónir og 5,6 milljónir. Þetta samanborið við 11 milljónir fyrir LC.
Er þessi munur ekki komin út í hött?
Ég veit það ekki, en það er bara mín skoðun að ef ég ætlaði að rölta út í búð með 11-12 milljónir væri einhver annar bíll á innkaupalistanum efn LC. 5-8 Milljónir, kannski í lagi en ef ég ætti eitthvað nálægt 11 - 12 milljónum í vasanum til að kaupa bíl væri það sjálfsagt Bens, Range eða BMW. X5 Línan frá BMW er dýrust á um 9 milljónir, Ranger er frá 11 miljónum eins LC og Bensin virðist ekki birta nein verð).
Þetta er auðvitað bara mín skoðun, sjálftsagt byggð á fordómum með um að Toyota sé bara bíll venjulega fólksins. Það er amk. mjög langt í að ég rölti mér í búð og fjárfesti mér í bíl í þessum verðklassa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hef prófa Lc 200 bílinn og stendur hann alveg undir væntingum, hins vegar held ég að ekki sé hægt að bera þennan bíl saman við patrolin þetta er einfaldlega mikið vandaðri bíll en hann, held að Lc 120 bíllinn sé á ca 6 mill og er það sanngjarnt verð fyrir þann bíl en hann er ákaflega vel heppnaður. Ef ég myndi skipta þá tæki ég Benz GL hann kostar í umboðinu um 12 millj en er með miklu meyri aukahluti en Lc 200 hins vegar er hægt að fá hann fra USA á sa 9 mill hlaðin aukabúnaði.
Kristberg Snjólfsson, 17.2.2008 kl. 14:27
Sæll. Merkilegt að LC hafi hækkað svona mikið. Getur verið að eitthvað sé satt í þeirri sögu sem ég heyrði um LC söluvandamál Toyota? Að Toyota hafi fengið sjokk sem smitaði frá sér alla leið til Japans. Sjokkið var vegna minni sölu á stóra LC, og mikillar sölu B&L á Range Rover.
Sérlegur ráðgjafi frá Japan á að hafa áttað sig fljótt á lausninni og það var að hækka verðið hærra það mikið að LC nýi verði sá dýrasti og "flottasti." Þannig myndi kaupandinn kaupa þá hugmynd að það hlyti að vera það flottasta sem hann er að fá, fyrir þennan pening?
Mín skoðun á nýjum LC þeim stóra, er að þetta er Lincoln Navicator að aftan. Og þrútinn Subaru Forrsester að framan.
En þetta er bara sögusögn og varla nokkuð til í því....
Sveinn Hjörtur , 17.2.2008 kl. 17:41
Maður veit ekki en undrar sig á þessari verðbólgu
TómasHa, 17.2.2008 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.