Kaðall í fangaklefa!

Nú er að koma í ljós að fanginn sem slapp fann kaðal í opnu herbergi.  Einhver hefði haldið að á lista yfir tól til að sleppa væri kaðall mjög ofarlega og því óæskilegt í nágrenni við fanga.  Það er má ekki gleyma að fyrir utan tilgang til að sleppa, hafa menn haldið köfðlum og reipum frá föngum til að menn ákveði ekki að ráðast í drastískari aðgerir og taki jafnvel líf sitt.

Spurning er auðvitað hvernig þessum málum er virkilega háttað hér á landi, fyrst jafn hættulegur fangi var skilin eftir í ólæstum klefanum?  Hvað var nú annað í þessari geymslu?

Það hljóta einhverjir að svara fyrir svona svakalegan klaufaskap. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kreppumaður

Ég var einu sinni læstur inni, eða jafnvel tvisvar, fyrir drykkjulæti og þeir tóku ekkert af mér.  Ég fékk að hafa allt, sígarettur, síma, kveikjara...  Kannski eru þetta bara algengar yfirsjónir vegna manneklu?

Kreppumaður, 16.2.2008 kl. 21:12

2 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Það hefur örugglega einhver verið skammaður fyrir aðgæsluleysi.  Reyndar gera allir einhverntíman mistök. Hver vill kasta fyrsta steininum.....

Þorsteinn Sverrisson, 16.2.2008 kl. 23:19

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hver var þessi voðalega hætta sem stafar af téðum Annþóri ? Hann var ekki talinn hættumeiri en svo af lögvörslumönnum að ekki þótti ástæða til að halda honum í nema lágmarksgæslu, svona eins og stofufangelsi.

Ég held að aðal málið sé að lögvörslumenn eru með stærðar holsár í stolti sínu. Annþór nánast gekk út úr fangelsinu og enginn tók eftir því um nokkra hríð. Hann var nú ekki ´hættulegri en svo heldur að það stóð eiginlega ekki til að halda honum í gæsluvarðhaldi öllu lengur hvort eð var.

En eftir flóttann urðu menn að framlengja varðhaldið til að halda andlitinu só tú spík.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.2.2008 kl. 23:30

4 Smámynd: Einar Jón

Villi mun örugglega axla alveg helling af ábyrgð fyrir þetta.

Einar Jón, 17.2.2008 kl. 02:28

5 Smámynd: corvus corax

Svara fyrir þetta? Axla ábyrgð? Er ekki allt í lagi með ykkur? Á Íslandi svarar enginn fyrir eitt eða neitt og allra síst opinberir embættismenn eða pólitíkusar. Í Noregi þurfti svört kona í ráðherraembætti að segja af sér af því að hún hvatti vinkonu sína til að sækja um stöðu og réð hana svo í stöðuna. Vinkonan virðist hafa verið hæf í stöðuna a.m.k. hefur ekkert annað komið fram. Glæpurinn var sem sagt að ráða vinkonu sína án þess að láta uppi að um vinkonu væri að ræða. Á Íslandi höfum við þetta öðruvísi. Hér er fólk ráðið eingöngu vegna fjölskyldu-, vina- eða flokkstengsla við Davíð Oddson og hans hyski, og gildir það alltaf þegar sjálfgræðgismenn eiga um að véla. Aðrir verðleikar eru gagnslausir og einskis metnir að mati þræla Davíðs. Hvenær verður t.d. dýralæknisfíflinu sem hefur meira vit á hæfi dómara en allir lögfræðingar og öll dómarastéttin samanlag, sagt að taka pokann sinn og hypja sig úr stöðu sem hann er sjálfur ekki hæfur til að gegna. Hann gæti kannski verið stöðumælavörður ...þ.e.a. ef hann stenst inntökuprófið! Dómskerfið er svo sérkapítuli á Íslandi. Þetta er að verða einn allsherjar skítahaugur sjálfgræðgisflokksins og ekkert mark takandi á þeim. Einu sinni bar maður virðingu fyrir dómstólum og hana mikla fyrir hæstarétti. Nú fyrirlítur maður þessar rotþrær bitlinganna.

corvus corax, 17.2.2008 kl. 13:36

6 Smámynd: TómasHa

Fyndið hvað menn sjá Villa orðið allstaðar! Ekki veit ég hvað hann hafði með þetta að gera.  Varðandi skýúringardömununa, er kannski fyrsti og aðalskandallinn að maður sem þeir auglýsa að sé hættulegur sé bara látinn vafra um gangana.

TómasHa, 17.2.2008 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband