16.2.2008 | 13:48
Slappur Háskóladagur
Mætti á Háskóladag upp í Háskóla Íslands í dag, þetta er í fyrsta skipti síðan ég var í Háskólanum að ég mæti á þetta.
Kaösin virðist vera algjör, þegar komið var inn á torgið var hópur fólks sem vildi segja mann hvað væri í gangi en einhvern veginn voru bara básar um allt. Maður áttaði sig eiginlega ekkert hver var frá hverjum.
Niðri var þetta mun skárra, þar voru menn bara í hefbundnu básafyrirkomulagi.
Ég ætlaði að skoða áhugavert mastersnám en hröklaðist bara út. Ég ákvað að það væri nóg komið að skoðun eftir þetta og nennti ekki niður í Ráðhús.
Manni grunar að það væri hægt að gera svona hluti svo miklu flottar, bara með smá skipulagningu og hugmyndaflugi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:52 | Facebook
Athugasemdir
Ég skellti mér einmitt niður á Háskólatorg, Norræna húsið og Ráðhúsið í dag til að kynna mér framhaldsnám í öllu mögulegu. Jú það var mikið að fólki og smá viltur þarna upp í HÍ en miðað við kynninnguna sem ég fór í fyrir áramót var þetta mun betra. Kynningin í fyrra var hræðileg. Áttum að fara í HÍ kynningu sem var í raun bara með einn bás á meðan 25 bandarískir háskólar voru að kynna sig. Röllti þar út strax. Þessi var mun betri. Það var hægt að spjalla meira við nemendur og fá upplýsingar. Hefði alveg mátt vera smá skipulag eða leiðarvísir á hverja deild. Eina greinin sem ég hafði mestan áhuga á að kynna mér var einhverstaðar á flakki og náði ekki að finna hana fyrr en seint.
Daníel Sigurður Eðvaldsson, 16.2.2008 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.