15.2.2008 | 09:54
Endalaus vakning í gangi
Það er gaman af svona atvinnutengdum viðtölum. Ég man ekki eftir því að hafa heyrt rætt við tatúartista sem hefur ekki sagt annað en hvað það sé mikil vakning í gangi. Sú vakning er búin að vera í gangi síðan svon 1995.'
Þegar maður les þessi viðtöl sér maður að þetta er fyrst og fremst áróður í gegn, verið að senda manni skilaboð að litla tatúið á öklanum sé ekki nóg og nú sé komið að því að fá sér stórt. Ég hef enga trú á því að menn séu í stöflum að fá sér svona stór flikki. Auðvitað er einhver hópur sem hefur áhuga á þessu en það sé eitthvað til að kalla vakningu finnst mér ótrúlegt.
Þetta er svona eins og ef rætt væri við mig um JCI og ég segði að það væri gríðarlegur meðbyr fjöldi fólks langi til þess að verða leiðtogar framtíðarinnar og hafi uppi stór plön :) Þetta er satt í dag en fyrir nokkrum árum fækkaði mjög hratt í hreyfingunni, ætli menn hefðu ekki sagt eitthvað svipað þá.
Íslensk húðflúr stækka og stækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
já fyrir utan hvað er ljótt að sjá fólk með stór tattú , sérstaklega turn off að sjá stelpur með stór tattú reyndar virðast önnur hver komin með tattú fyrir ofan rassinn síðan ganga þær í mjaðmabuxum og stuttum bol svo þessi ósköp sjáist nú örugglega, og þega fólk er byrjað að klína .þessu meðal annars á andlitið og hálsinn þá er orðið annski langt gengið finnt mér.
steiner (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 11:27
Kíktu inn á síðuna mína og segðu hvað þér finnst um NOVA auglýsingarnar
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 15.2.2008 kl. 13:05
Sæll Tómas minn.
Ég skil nú ekkert í þér að vera ekki upp rifinn með þessa vakningu, en ég hlakka nefnilega ofboðslega til að sjá allar þessar gríðalega sexy stelpur þegar við verðum komnir á elliheimilin. Þá er líka spurning hvort að það verði enn vakning í þessum málum þegar litlu stelpurnar þá sjá ömmur sínar með tattooin. Það er spurning hvort ljóminn dofni ekki aðeins.
Ólafur Auðunsson (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 13:05
Þar hefur þú rangt fyrir þér. Sá hópur af fólki sem fær sér tattoo er orðinn margfalt stærri og fjölbreyttari en áður.
Svo er orðið miklu meira af fólki sem fær sér mikið af tattoo-um, s.b. David Beckham sem er að safna í "full-sleave"
Það eru ekki bara mótórhjólafólk og glæpagengi sem fá sér tattoo í dag. Öll þrep þjóðfélagsins gera þetta.
K.Bergmann (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 13:16
Það getur vel verið að ég sé extra neikvæður, ég minnist þess nú alltaf að hafa séð Tatto á Afa gamla á báðu handleggjum einhver skilaboð sem einu sinni þóttu áhugaverð en voru ekki lengur litskrúðug og falleg eins og þau voru þegar þau voru sett á hann. Liturinn var meira orðinn svona kopargrænn. Ég var amk. ekki mjög hrifinn.
Óli, við verður hressir á elliheimilinu.
TómasHa, 15.2.2008 kl. 14:26
Tattoo eru alls ekki fyrir alla en mín skoðun er sú að ef maður ætlar að fá sér á annað borð þá er um að gera að gera það almennilega.
"Þegar maður les þessi viðtöl sér maður að þetta er fyrst og fremst áróður í gegn, verið að senda manni skilaboð að litla tatúið á öklanum sé ekki nóg og nú sé komið að því að fá sér stórt. "
Auðvitað reyna allir að auglýsa vörurnar sínar þegar tækifæri gefst. En ég held að það sé fullgróft að kalla þetta áróður.
Magnús Unnar, 15.2.2008 kl. 17:34
Hvernig tattú skyldi Ingibjörg Sólrún vera með?
Björn Heiðdal, 16.2.2008 kl. 13:23
Hjöllatattú :)
TómasHa, 16.2.2008 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.