11.2.2008 | 09:44
Snilldar ferðalag
Um helgina fór ég í skemmtilega ferð um Suðurlandið með félögum JCI frá Frankfurt.
Við byrjuðum á því að heimsækja Hellisheiðarvirkjun, sem er mjög skemtilegt mannvirki og gaman að hafa séð þetta.
Eftir þetta var haldið til Seljalandsfoss, en hann var allur frosinn og ekki hægt með góðu móti að klifra bak við hann. Við vorum 3 sem komumst næstum alla leið.
Þá datt einhverjum í hug að reyna að sjá hvað við kæmumst áfram í áttina að Þórsmörk. Við náðum aðeins þegar ég festist í smásnjó, enda var ég á nýjum bíl og var ragur að keyra hann. Við snerum þá við.
Nú var ákveðið að skipta hópnum upp, upphaflega hafði staðið að halda áfram í áttina að Vík, en nú var ljóst að það væri ekki tími til þess. Einhverjum langaði til að sjá Geysi, á meðan aðrir vildu helst sjá svartar strendur.
Ég ákvað að fara með hópinn sem vildi sjá Geysi.
Vegirnir voru allan tíman þannig að þeir voru ísilagðir og lágrenninngur var yfir veginum þannig að lítið sást á veginn. Skyggnið var að öðru leiti mjög gott.
Þegar ég kom á Geysi kom í ljós að farþegar í mínum bíl og voru mjög skefldir við þessar aðstæður og því hægði ég töluvert á mér við aksturinn.
Um kvöldið var svo haldið á Þorrablót JCI Esju. Út af þessum aukatúr hafði ég ekki tíma til þess að fara heim og skella mér í jakkafötin. Þegar ég mætti á staðinn var ég beðinn um að vera blótstjóri, meðal annars vegna glæsilegs klæðnar (lopapeysan og gönguskórnir).
Eins og alltaf þegar JCI Esja heldur þorrablót er þetta mikil skemmtun. Þýsku gestirnir voru mjög skemmtilegur.
Eftir þorrablótið var haldið niður í bæ, þar sem skemmtuninni var haldið áfram í Hellusundinu.
Eins og er siður hjá Þjóðverjunum, þá fóru þeir flestir beint í rútúna út á Keflvíkurflugvöll af íslensku skemmtanalífi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:27 | Facebook
Athugasemdir
Já Suðurlandið er alltaf skemmtilegt að heimsækja. Fórstu ekki með ferðafélagana á Eyrarbakka?
Sædís Ósk Harðardóttir, 11.2.2008 kl. 23:39
Jú auðvitað. Þeir voru mjög hrifnir af öllu fallegu húsunum við aðalgötuna, svo rétt fyrir utan Eyrarbakka var það svarti sandurinn! Aldrei hefði ég trúað því að fara með menn í íslenskafjöru og menn bara missa sig.
TómasHa, 12.2.2008 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.