Að gefast upp á moggablogginu

Það eru sjálfsagt margar ástður til þess að hætta á moggablogginu en ein þeirra er ekki þessi auglýsing sem birtist núna á hliðinni.  Mér finnst svo sannarlega ekki sjálfsagt að mogginn sé að bjóða mér upp á blogg án þess að ég greiði neitt fyrir það.  Varla halda menn að Mogginn sé að bjóða upp á eitthvað góðgerðarblogg! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Það er enginn að biðja um góðverk- við erum tilbúin til að borga fyrir bloggsíðuna en ekki tilbúin til að vera auglýsing fyrir Nova eða eitthvað annað.

María Kristjánsdóttir, 10.2.2008 kl. 21:12

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Persónulega er ég aðallega ósáttur við að ekki skuli hafa borizt nokkur tilkynning um að þetta stæði til. Það var heldur ekki val um að borga fyrir að losna við auglýsinguna. Og í skilmálum bloggsins er ekkert talað um auglýsingar. Reyndar er talað um að eigandi bloggsins beri alla ábyrgð á því efni sem á því birtist. Skyldi það ná yfir auglýsingarnar?

Þess utan þá er ekki um neina góðgerð að ræða. Moggabloggarar auka væntanlega mjög á aðsókn á Mbl.is sem aftur þýðir að auðveldara er fyrir Morgunblaðið að selja auglýsingar almennt á vefinn og þá ennfremur hugsanlega hækka verðmiðann á þeim.

Hjörtur J. Guðmundsson, 11.2.2008 kl. 02:09

3 Smámynd: TómasHa

þau okkar sem höfum bloggað annarstaðar eða haldið úti vefritum ættum að vita að nágrenni við moggan hefur skapað samfélag sem er ekki í boði annarsttaðar. Bæði hvað varðar lestur og kynningu á bloggunum.  

TómasHa, 11.2.2008 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband