5.2.2008 | 00:31
Skemmtilegt lokakvöld
Eitt af því skemmtilegasta við að kenna á ræðunámskeiðum er lokakvöldið, þá er virkilegt uppskerukvöld fyrir okkur leiðbeinendur. Í kvöld var einmitt lokakvöld á ræðunámskeið JCI Esju, 12 útskriftir og frábær árangur þeirra sem tóku þátt. Ég var virkilega stoltur þegar ég horfði tók þátt í að útskrifa mína nemendur og sjá hversu miklum framförum þau höfðu tekið.
Það besta var hversu margir hafa áhuga á að halda áfram að þjálfa sig og taka þátt í starfi JCI. Sjö einstaklingar ákvaðu í kvöld að ganga til liðs við félagið og taka þátt í því fjölbreytta starfi sem þar er í boði og hafa val um amk. 26 námskeið sem boðið verður upp á í ár á vegum JCI Esju.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.