4.2.2008 | 11:16
Pólverjar löghlýðnasta fólk á Ísland
Þetta kemur í sjálfu sér ekkert á óvart. Maður hefur það á tilfinningunni að Pólverjar hér á landi hafi oft ekki fengið rétlátameðferð í fjölmiðlum, en þetta sé harðduglegt fólk sem er hingað komið til að vinna.
Það er líka gott mál að koma með síðu eins og anti-rasisti, umræðan hefur verið meiri í kringum þær rasistasíður sem hafa skotið upp kollinum hér á landi.
Það er líka gott mál að koma með síðu eins og anti-rasisti, umræðan hefur verið meiri í kringum þær rasistasíður sem hafa skotið upp kollinum hér á landi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
En það sem þeir gera af sér eru alvarlegir kynferðisglæpir!! Það á að sjálfsögðu að senda hvern einn og einasta ÚR landi ef þeir svo mikið sem aka yfir á rauðu ljósi!
Annars að sjálfsögðu eru sumir þeirra hið duglegasta fólk!
Anna (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 13:52
Anna.
Er þetta ekki bara fyrirtíðarspenna hjá þér?
Sigurbjörn Friðriksson, 4.2.2008 kl. 15:49
Annna:Mér finnst þetta einmitt dæmi um sorglegan málflutning
TómasHa, 4.2.2008 kl. 15:49
Ég hef komið til Póllands nokkrum sinnum vegna innflutings á pólskum vörum til Íslands, og einnig fékk ég margar heimsóknir pólskra viðskiptafulltrúa til Íslands. Alltaf stóð allt sem þeir sögðu eins og stafur á bók, svo langt sem það náði, en þetta var aðallega á kommúnistatímabilinu, þegar Pólland var undir hælnum á Sovíetríkjunum. Ef þeir gátu ekki afgreitt vörur á réttum tíma, þá var það vegna þess að Rússarnir gengu fyrir. Það merkilega við þetta fólk er, að þeir notuðu trúna/trúarbrögðin til að haga sér eins og þeir vildu, eða því sem næst. Það eru fáar þjóðir eins sannkaþólskkristnar og Pólverjar eru. Þetta er virkilega vandað og gott fólk.
Um hvaða kyferðisglæpi hjá Pólverjum er þessi: "Anna (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 13:52" að tala? Þessi "Anna fyrirtíðarspenna"?
Sigurbjörn Friðriksson, 4.2.2008 kl. 16:03
TómasHa.
Takk fyrir þessa góðu ábendingu um þessa góðu frétt.
Það búa einhverjir 10 Pólverjar í fjölbýlishúsinu sem ég bý í. Þeir duttu nokkrir í það um áramótin. Íslendingar ættu að læra pólska drykkjusiði. Það heyrðist varla í þeim. Þeir meira að segja fóru út á svalir til að reykja vindlingana sína. -Óbeðnir!!
Sigurbjörn Friðriksson, 4.2.2008 kl. 16:09
Þessi Anna er nú kannski bara sýndarveruleikamanneskja að reyna að æsa upp lýðinn. Mín kynni af Pólverjum eru bara góð - voru í vinnu hjá mér - kurteisir og elskulegir menn, ekki vottur af veseni á þeim!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.2.2008 kl. 17:44
Maður sem þekkti til sagði mér að 6% fanga á Íslandi væru Litháar. Mér finnst það skelfilega hátt hlutfall. Af fréttum af dæma er hér um að ræða glæpagengi sem koma þaðan og við þurfum að fara að skoða hvaða lýður kemur frá þessum löndum. Öllu jöfnu hef ég ekkert á móti því að útlendingar komi hingað á sama hátt og ég vil geta farið til annarra landa en það er sjálfsagt að setja skorður við fólk með sakaferil að baki. Við eigum ekki að þurfa að fylla fangelsin okkar af svona lýð. Fangelsin okkar eru nefnilega 3 stjörnu hótel sem jafnvel eiga núna að veita þessu liði fullkomna aðstöðu og möguleika til menntunar.
Haukur Nikulásson, 4.2.2008 kl. 21:16
Sæll Tómas,
Ekki ætla ég að leggja pólverjana í einelti en það er klárt mál að umræðan hefur á tíðum verið á villigötum og alls ekki sanngjörn. Glæpir eru alltaf viðurstyggilegir í hvaða mynd sem þeir eru og þá er ekki farið í mannflokkagreiningu. Ég er náttúrulega helvítis útlendingur sjálfur þar sem ég bý í Sviss landinu þar sem að útlendingar eru settir skör neðar en þessir hreinræktuðu. Það er hinsvegar nokkuð sérstakt hér í þessu stóra fjallaþorpi að sá flokkur sem að boðaði hvað hörðustu viðhorfin gagnvart útlendingum svona fýrum eins og mér vegnaði vel í siðustu kosningabaráttu. Jú ástæðan er einmitt sú að þeir útlensku taka störf og ástunda glæpsamlega hegðun. Kannski að reynsla okkar sg útlendingum hafi ekki skilað sér fullkomnlega inn í okkar litla þjóðfélag ennþá. Ég verð samt að segja að við Ísland er mjög frjálslynt land þegar kemur að útlendingum og ég segi stundum að það sé snobbað fyrir þeim þar sem að bankar og stofnanir bjóða þjónustu sína á mörgum tungum í dag. Í Sviss hafa menn ekki fyrir því að kenna útlendingum eitt eða neitt þar sem að þeir verða að læra á kerfið og það er engin félagsleg leiðsögn. Það er farið vel með útlendinga á Íslandi en það má samt setja meiri kröfur um að þeir læri málið en verði ekki menningarafkimi eða þjóð með vorri þjóð þegar framm í sækir. Kannski er skyringin á öllum útlendingunum á Hrauninu sú að við höfum verið og lin við þá og þeir hafa gengið á lagið og séð að aginn er lítill á Íslandi og menn komast hreinlega upp með allt. Umræða um útlendinga og málefni þeirra er af hinu góða ef umræðan er byggð á málefnalegum grunni en eftir að hafa búið erlendis um árabil þá held ég að Ísland þurfi ekki að skammast sín fyrir framkomu gagnvart útlendingum almennt en auðvitað má alltaf finna undantekningar.
Guðmundur (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 21:43
Sammála Önnu. Of mikið um kynferðisglæpi hjá þeim hlutfallslega, þó að heildarbrot per capita séu lægri.
Ari (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 23:06
varðandi kynferðisglæpina, þá finnst mér það þurfi líka að taka með í umræðuna að það er töluvert auðveldara að kæra einhvern ókunnugan útlending en einhvern vin sinn.. sem svo allir hinir vinir manns eiga fyrir vin líka..
katrín (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.