Fjörug vika með þýskum gestum

Það er alveg ljóst að það verður nóg um að vera hjá manni í þessari viku. 

Í dag ætlar JCI Esja að útskrifa á annan tug nemenda í ræðumennsku. Sjálfur hef ég verið að þjálfa á þessu námskeiði og það verður fróðlegt að sjá hvaða árangur nemendur hafa náð meðan þeir hafa starfað með liðstjórum.  En starfið með liðstjórunum er oft mjög persónulegt og menn ná verulegum árangri í ræðumennsku með þessari þjálfun.

Á morgun er svo félagsfundur JCI Reykjavík, þar sem ég ætla að vera með kynningu á nýju veftóli sem JCI er að bjóða upp á til að bæta samstarf innan JCI.

Á fimmtudaginn mæta svo þýskir JCI vinir okkar að mæta til okkar, þá hefst skemmtileg helgi sem mun svo enda á laugardaginn / (sunnudagsmorgun) þegar við tökum þá fyrst í ferð um Suðurlandið og endum með þá í þorrablóti JCI Esju.

Mjög margt skemmtilegt framundan. 

Frekar um þetta á Esjublogginu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband