29.1.2008 | 17:20
Ótrúleg póstþjónusta
Maður á eiginlega ekki orð yfir póstinum. Ég sendi pakka með þeim, merktum á þremur stöðum, hins vegar var ég merktur á einum stað.
Fyrst fékk ég pakkann til baka á minn vinustað, eftir að ég hafi bent á þetta og fengið afsökun fékk ég pakkan heim til mín! Maður á eiginlega ekki orð yfir svona vinnubrögðum. Það hefði átt hverjum læsum einstakling að vera ljóst hvert pakkinn var að fara af þeim 3 merkingum sem voru á honum. Fyrir utan að við mitt nafn stóð: sendandi. Svona svo þeir gætu skilað pakkanum viðtakandi myndi ekki finnast.
Fyrst fékk ég pakkann til baka á minn vinustað, eftir að ég hafi bent á þetta og fengið afsökun fékk ég pakkan heim til mín! Maður á eiginlega ekki orð yfir svona vinnubrögðum. Það hefði átt hverjum læsum einstakling að vera ljóst hvert pakkinn var að fara af þeim 3 merkingum sem voru á honum. Fyrir utan að við mitt nafn stóð: sendandi. Svona svo þeir gætu skilað pakkanum viðtakandi myndi ekki finnast.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vandamál Íslandspósts hf. er einfaldlega þetta blessaða "hf.". Eini hluthafinn, ríkið eða með öðrum orðum við, rekur þetta annars ágæta fyrirtæki í gróðaskyni sem felur meðal annars í sér að laun hjá fyrirtækinu eru hreint út sagt hlægileg og engan veginn samkeppnishæf við almennan markað og því reynist örðugt að manna fyrirtækið oft á tíðum. Það sem svo forstjóri og aðrir yfirmenn Póstsins, sem auðvitað eru þó á samkeppnishæfum launum auk annarra hlunninda svo sem jeppabifreiða, gera sér ekki grein fyrir er að maður fær það sem maður borgar fyrir. Góðir starfskraftar endast ekki hjá fyrirtækinu og jafnvel eru tveir til þrír að manna stöðu sem annars væri hægt að manna með einni manneskju á mannsæmandi launum. Og þó hið hálflamaða Póstmannafélag Íslands hafi vísað kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara þá er ekki útlit fyrir að ástandið batni, nema síður sé.
Og nú þegar afnám einkaleyfis Póstsins er handan við hornið má fastlega búast við að ríkisfyrirtækið Íslandspóstur hf. muni kæfa alla samkeppni í fæðingu í krafti stærðar sinnar. Sbr. er fyrrum forstjóri Póstsins tók sig til og stofnaði fyrirtækið Pósthúsið ásamt Baugi ef ég man rétt, Pósturinn einfaldlega undirbauð og borgaði oft á tíðum með sér til að ná inn verkefnum. Held það væri best fyrir alla ef ríkið hefði þor til að stíga einkavæðinguna til fulls og fá inn einkaaðila sem gætu rekið fyrirtækið sómasamlega án ríkisspennans ellegar hverfa bara aftur til gömlu tímanna og henda þessa blessaða "hf." og fara að setja þjónustu fram fyrir hagnað.
Páll (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 20:54
Kom pakki frá Bretlandi á föstudag, komst í tollskoðun loksins í morgun og var lofað að hann yrði í útkeyrslu í kvöld.
Ekkert kom..
Þetta fyrirtæki er komið á haugana..
Steingrímur Þórhallson (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.