Staða Guðmundar Þóroddssonar

Vísir.is segir frá því að ólíklegt sé að Guðmundur Þórodsson eigi eftir að fá aftur forstjórastjól Orkuveitunnar, en hann tók sér 7 mánaða frí til þess að koma REI á kopinn.

Það kæmi alla vegana á óvart miðað við yfirlýsingar í kjölfarið á REI málinu, þar sem mjög margir borgarfulltrúar voru mjög ósáttir við hvernig var staðið á kynningu á samruna REI og GGE.

Ég geri í sjálfu sér ráð fyrir að Guðmundur mun sjálfur sjá sér sóma í að leita annað.

Í sjálfu sér hef ég ekkert út á störf Guðmundar að setja, ég hef ekki fylgst sérstaklega með þeim. Hins vegar snýr þetta um hvað sagt var eftir slitin á meirihlutanum og þær yfirlýsingar sem komu frá borgarfulltrúum. Það væri sérstakt eftir allt sem var í gangi þá að hann færi aftur að starfa sem forstjóri OR eins og ekkert hafi í skorist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Guðmundur?  Blóraböggull???

Auðun Gíslason, 28.1.2008 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband