Og hvað?

Þetta eru nú ekki mjög merkilegar fréttir að mínu mati og ekki hægt að sjá hvaða áhrif þetta hefur á þessa deilu.

Það er hins vegar ekki hægt annað en að skilja kröfu handritshöfunda og eiginlega óskiljanlegt hvað kvikmyndaverin eru þrjósk með þetta.  Nú þegar eru þeir búnir að tapa stórum fjárhæðum vegna þess að þeir eru að endursýna gamla þætti og áhorf hefur minnkað.  

Það er auðvitað fyrir utan sölu og hagnað af þáttum sem ekki eru framleiddir um þessar mundir. 


mbl.is Hótar að sniðganga Óskarsverðlaunahátíðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Deilan snýst um greiðslur fyrir þætti sem gert er mögulegt að nálgast á netinu.

Samkvæmt núverandi samningum er handritshöfundum ekki greitt fyrir slíkt, en þeir sjá sem er að efnismiðlun yfir netið sækir á og vex svo að þeir vilja fá greitt fyrir miðlun þar einnig. Framleiðendur sjá lika að þarna er markaður að vaxa og vilja halda mögulegum framtíðartekjum fyrir sig. 

Brjánn (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 21:15

2 Smámynd: Ingi B. Ingason

Einhver Svíi afboðar sig á atburð sem hann hefur verið bókaður á: Good Ridance.

Ingi B. Ingason, 23.1.2008 kl. 22:45

3 Smámynd: The Jackal

Hann er danskur. Auk þess er þetta bara leið hans til að mótmæla þessu. Það er brot á verkfallinu að skrifa handritið fyrir hátíðina.

The Jackal, 23.1.2008 kl. 23:06

4 Smámynd: TómasHa

Það getur verið, en bara alls ekki fréttnæmt.

TómasHa, 23.1.2008 kl. 23:39

5 identicon


Þetta eru bara víst fréttir því þó þetta sé bara hann Viggó þá er hann einn þeirra sem eru tilnefndir til óskarsverðlauna. Núna fyrir skemmstu var Golden globe verðlaunahátíðinni aflýst vegna lélegrar mætingar! Vinningshafar fengu bara verðlaunin í pósti... Það voru svo margir búnir að tilkynna að þeir ætluðu að sýna samhug í verki með því að mæta ekki. Þess vegna gæti þessi "frétt" verið upphafið á einhverju sem leiðir til þess að óskarsverðlaunahátiðinni verði aflýst líka!

Það má svo hins vegar deila um hversu miklu máli það skiptir...  

Sólveig Kristín (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 03:07

6 Smámynd: Ingi B. Ingason

Ég var alveg pottþéttur á því að hann væri sænskur.....jæja, nú veit ég betur - nú þarf mér ekki að líka illa við hann lengur hahahah

Ingi B. Ingason, 24.1.2008 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband