Afturför hjá DV.is

Það hefur orðið gríðarleg afturför hjá DV.is síðan Guðmundur Magnússon hætti þar afskiptum. Vefurinn var kominn á bullandi flug með sjálfstæða blaðamennsku og einn af þeim vefum sem var í rúntinum. Vörumerkið DV.is var auðvitað mein, en samt stóð vefurinn og fréttaflutningurinn undir sínu. Þeir sem stóðu að þessum hefði betur valið þessum nýja vef eitthvað annað nafn. Hann hefði líklega verið í betri málum í dag hefði það verið valið.

Eins og þetta er í dag, þá virðist þetta vera eins og þetta var, þar sem helst er verið að segja frá fréttum sem hafa verið sagðar í blaðinu og fá menn til að kaupa.

Eini munurinn er að það er ekki þessi ljóta auglýsing fyrir neðan hverja frétt þar sem mönnum er boðin áskrift.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband