23.1.2008 | 12:01
Biðlaunin góðu
Ekki að þessi biðlaun séu mikill sómi en hins vegar virðist vera mikill miskilningur með þau, eins og ég heyrði í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.
Biðlaun þeirra manna sem eru í meirihluta eru óveruleg, þeir eru með grunnlaun 432.800, ofan á þetta bætist 25% fyrir að vera forseti borgarstjórnar, (upp í 541000 kr) og svo önnur 25% ef menn eru formenn í fastanefnd ( og þá upp í 649200).
Auðvitað er það mjög óheppileg staða að vera með 3 borgarstjóra á launum, hins vegar er þetta eins svakalegar tölur og menn hafa verið að benda á.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Auðvitað er það mjög óheppileg staða að vera með 3 borgarstjóra á launum, hins vegar er þetta eins svakalegar tölur og menn hafa verið að benda á. "
Vantar ekki eitt lítið orð þarna inn sem breytir merkingu þessara setningar. "...hins vegar er þetta EKKI eins..."
Leifur Runólfsson, 23.1.2008 kl. 23:16
Jú, rétt Leifur. Það vantar þetta mikilvæga orð inn í þetta :)
TómasHa, 23.1.2008 kl. 23:38
En ertu ekki bara að tala um biðlaun óbreyttra borgarfulltrúa? Eru ekki biðlaun borgarstjóra jafnhá launum starfandi borgarstjóra?
Theódór Norðkvist, 24.1.2008 kl. 01:33
Jú, starfandi borgarstjóri fær 1 milljón.
Hins vegar eru þeir starfandi sem borgarfulltrúar og þau laun leggjast ekki ofan á þessi laun. Þau laun þarf hvort sem er að borga.
Það er því ekki hægt að reikna þetta sem aukakostnað upp á milljón á mánuði, en bara muninn á þessum launum.
TómasHa, 24.1.2008 kl. 01:38
Rétt hjá Tómasi. Hér er þetta fyrir þingmenn, svipað gildir fyrir sveitarstjórnir þó að ég finni það ekki með google: http://www.althingi.is/vefur/starfskjor_yfirlit.html
Nú eru semsagt 3 á fullum borgarstjórnarlaunum, í stað þess að hafa 1 á slíkum launum og 2 hálfdrættinga eins og væri ef borgarstjórnin hefði aldrei sprungið
Einar Jón, 24.1.2008 kl. 13:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.