Fötin góðu

Nú er komið nýtt útspil í þessum farsa.  Björn Ingi hefur viðurkennt að hafa keypt föt, en kannast ekki við að þau hafi verið fyrir milljón.  Miðað við listann var meðal annars leðurjakka og nokkur jakkaföt á listanum.

Vandamálið við þessa viðurkenningu hans í dag, er sú að hann er búinn að snúa út úr alla vikuna.  Af hverju sagði hann bara ekki frá þessu strax?  Það þurfti að sýna honum nóturnar með hans eigin undirskrift til þess að hann myndi viðurkenna þetta.

Það var fyndið að sjá hann reyna að snúa sér út úr þessu í viðtali áðan. Hann reyndi að koma með þá skýringu að þetta væri bara mjög eðlilegt, og greinilega búinn að undirbúa vörnina vel.  Það væri alþekkt að menn fengju fatapeninga.   Svo reyndi hann að vitna í einhverja fatapeninga, sem Ingibjörg Sólrún hafði fengið sem borgarstjóri.

Enginn framkvæmdastjóri flokkanna sagði að þetta væru venjuleg vinnubrögð.  

Það var eiginlega of fyndið.   Ekki síst þegar hann sagði að fötin væru nú orðin of lítil, því hann hafi fitnað! Þetta gerði hann þegar spurningarnar voru of óþægilegar.  Svo klikkaði hann út að hann hefði verið að máta föt með Guðjóni Ólafi.

Af hverju viðurkenndi hann þetta bara ekki strax? Af hverju var hann að reyna að setja upp leikrit og snúa út úr? Hvað varð af umræðunni um úrsögn?  Nú þegar hann er komin í minnihluta hefur ekkert heyrst um að hann sé að íhuga að fara á braut. Fyrr í dag þurfti hann að hugsa þetta mál, en seinnipartinn virtist þetta ekki plaga hann neitt.


mbl.is Keyptu föt fyrir tæpa milljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óþægilegt gagnvart þeim sem styrkja flokkinn.  Og svo er spurning hvort þetta sé ekki bara toppurinn á ísjakanum.  Enda komu nóturnar fram í leikþætti 2.

Guðmundur (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 21:10

2 Smámynd: TómasHa

Já, við eigum kannski eftir að sjá fleiri þætti í þessu leiriti eftir hlé :)

TómasHa, 21.1.2008 kl. 21:59

3 identicon

hvað á hann að viðurkenna?  hvað með hina stjórnmálamenninga sem fengu sama styrk og hann í fatakaup. Þetta er og ég veit fyrir víst líka svona hjá td: sjónvarpsfólki en það er að sjálfsögðu ekki rætt. Auðvitað var hann kjánalegur þetta var hálf kjánalegt að vera að atast í honum út af fötum.

Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 01:18

4 Smámynd: Halla Rut

Í framboði eru mikil útlát til fatakaupa og sé ég ekkert að því að flokkurinn veiti styrki. Milljón er örugglega of mikið en hvað er rétt upphæð. Kannski 250.000.-

Þekki fyrirverandi ráðherrafrú sem var í miklum vandræðum, þvílíkt kostuðu lepparnir sem hún varða að kaupa fyrir allar þær veislur, mannfagnaði og uppákomur sem henni sem konu hans var skylt að mæta í.  

Ég held að fólk þurfi að hugsa málið til enda. 

Halla Rut , 22.1.2008 kl. 01:40

5 Smámynd: TómasHa

Comon, þetta snýst ekki um upphæðina, heldur að það hafi þurft að sýna nóturnar í  sjónvarpi til þess að hann myndi viðurkenna.  Hingað til hefur hann eingöngu snúið út úr án þess að svara, allt hluti af stóru leikriti.

Ef hann hefði flutt ræðuna sem hann flutti í kvöld fyrir 5 dögum síðan hefði þetta verið fínt.  

Af hverju svaraði hann þessu ekki bara? 

TómasHa, 22.1.2008 kl. 02:08

6 Smámynd: Halla Rut

Hann átti að sjálfsögu að segja bara að þetta væri allt í góðu og að þetta væri sjálfsagt þá og drepa málið. Að viðurkenna er fljótlegasta leiðin til að ljúka máli.

Halla Rut , 22.1.2008 kl. 02:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband