Flottir vefir

Vefverðlaunin hafa verið árlegur og fastur liður í tilveruninn undanfarin ár. Það er alltaf spennandi að fylgjast með því hvaða vefir eru tilnefndir og hvaða vefir það eru svo sem fá verðlaun.

Ég mæli með að menn skoði þetta og taki þátt. Þetta er nokkuð góð kynning á þeim vefjum sem eru tilfnefndir.

Í fyrra mætti ég á verðlaunaafhendinguna, vegna þess að Deiglan var tilnefnd. Það var ótrúlega skemmtilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Isss þessi verðlaun sukka... og svo þarf að BORGA fyrir tilnefningu... plat dæmi algerlega og hefur alltaf verið

DoctorE (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 10:39

2 Smámynd: TómasHa

Ertu að meina eins og bókaverðlaunin? Þetta er samt eðlilegt fyrst það er verið að tilnefna.  Það er eru þá ekki allir vefirnir eins og þetta var, þar sem mesta vinnan fór í að flokka vefina. Ég vorkenni ekki fyrirtækjum að borga 7500 kall.  

TómasHa, 17.1.2008 kl. 10:53

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég geri mér grein fyrir að mín síða myndi ekki hafa stóra möguleika á að sigra í þessari kepni.. en það hefði verið gaman að skrá sig.
Ég er sammála DoktorE þetta á að vera ókeypis og alla vega fyrir "venjulega" fólkið.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.1.2008 kl. 13:51

4 Smámynd: TómasHa

Það er 1500 Kall fyrir "venjulega fólkið".  Það er heldur ekki mjög mikið. Skráðu hana bara endilega, ég hef séð verri síður í úrslitum ;)

TómasHa, 17.1.2008 kl. 14:06

5 identicon

Takk fyrir að minna á vefverðlaunin Tómas! 

Ég vil bara leiðrétta að það kostar alls 1200 krónur að tilnefna vefi í flokknum Einstaklingsvefir. Þetta fannst okkur í stjórn SVEF sanngjarnt gjald m.v. allan tilkostnaðinn við fyrikomulagið, keppnina, verðlaunaathöfnina og verðlaunagripina.

Að bjóða upp á ókeypis tilnefningar hefur verið reynt og það fyrikomulag virkaði engan veginn. Það bárust allt of margar tilnefningar sem tók ár og daga að vinna úr og í vinna í þessu félagi byggir mikið á sjálfboðavinnu. 

Að lokum vil ég bara endilega hvetja metnaðarfulla bloggara og vefstjóra með einstaklingsvefi til að tilnefna vefina sína.

Kv. Soffía, stjórn SVEF 


SVEF (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 15:36

6 identicon

Mér persónulega finnst þessi verðlaun orðin léleg.

Mér finnst að það eigi að vera netkosning um bestu vefina frítt - þurfi t.d. 20-50 atkvæði til að tilnefna vef á kosningasíðu og svo sé kosið.

Eins og þetta er í dag býst maður við að bankarnir og fyrirtæki tengd þeim vinni og jú mogginn en restin af athyglisverðum vefjum sitji eftir án nokkurs.

Væri best að fá óháða aðila í þetta og gera þetta aðeins meira glamor og fá jafnvel eina sjónvarpsstöð til að sýna frá og fleira.....svipað og með Edduna :-)

Alfreð Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 16:34

7 identicon

Ég held að hér sé um einhvern misskilning að ræða.

Í ár ákvað ný stjórn SVEF að biðja um tilnefningar í dómnefnd og ef ég mann rétt bárust um 50 tilnefningar í gegnum vef SVEF. Menn gátu bæði tilnefnt sjálfa sig og aðra
Óþarfi er að taka fram að tilnefningar voru ókeypis :-)

ÍMARK tilnefnir einn fulltrúa í fimm manna dómnefnd, en hinir fjórir, auk tveggja varamanna voru allir valdir úr þeim góðu tillögum sem bárust og var leitast við að hafa sem breiðastan bakgrunn meðlima, auk umtalsverðrar starfs- eða kennslureynslu. Þetta var gert til að auka gegnsæi og í anda lýðræðislegra vinnubragða. Tillögurnar voru virkilega góðar og ég ber fullt traust til dómnefndarinnar.

7.500kr. gjald er fyrir tilnefningar fyrirtækja og 1200 kr fyrir tilnefningar fyrir einstaklinga. 1200 kallinn er svokölluð "megavikuvísitala" sem okkur fannst nokkuð sanngjarnt viðmið.

Gjaldtakan er af nokkrum ástæðum. Í fyrsta lagi til að sía út allar gríntilnefningar og veita þeim vefjum sem eru tilnefndir raunverulega og faglega úttekt. Í öðru lagi þá er dýrt að halda verðlaunin og við viljum sem minnst vera upp á styrktaraðila komin. Með tilvísun í vandað val dómnefndar hér að ofan held ég að allir séu sammála um að verðlaun sem þessi eigi að vera sem minnst komin upp á styrki fyrirtækja, jafnvel í einhverjum tilvikum gætu verið sömu fyrirtækja og eru tilnefnd.
Með þessu móti getum við líka haldið ráðstefnu sama dag, áður en verðlaunin eru veitt, og borið kostnaðinn sem af því hlýst.
Markmið samtakanna er að efla þekkingu og fagleg vinnubrögð í geiranum; verðlaunin og ráðstefnan eru mikilvægur liður í því, sem og ICEWEB ráðstefnan sem verður haldin í vor.

Allar nánari upplýsingar um Vefverðlaunin eru á vef SVEF - ferlið er afskaplega gegnsætt.

Ég vil að sjálfsöfðu hvetja alla sem telja sig hafa unnið góðan vef til að senda inn tilnefningu.

Sjáumst á Sögu þann 1. feb!

Þórlaug (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 22:15

8 Smámynd: TómasHa

Takk fyrir þetta Þórlaug og Soffía, þetta er alveg frábært framtak. Ég vona að bloggarar eigi eftir að tilnefna sem flesta, og einmitt þessi 1200 kall bara til þess að það sé ekki verið að spama þetta :)

Ég hef fylgst með þessum verðlaunum frá upphafi og verið mjög ánægður með þetta framtak. Ég var svo heppinn að vera boðinn í fyrra í verðlaunaafhendinguna, sem var mjög skemmtileg. 

TómasHa, 18.1.2008 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband