Atvinnuhúmor

Það er oft mjög gaman af svona orðaleikjum í kringum fyrirtækjanöfn og atvinnu.  Stundum horfir maður á þessi nöfn og svo allt í einu fattar maður brandarann.  Þessi brandarara verða þó oft mjög fljótt þreyttir.

Í viðskiptablaðinu í dag var einn slíkur brandari, þegar einn sagðist hafa verið á kafi í vinnu í 32 ár.  Þegar betur var að gáð var þetta kafari.

Það var hægt að brosa að þessu, en ég er nokkuð viss um að þessi brandari hafi verið þjóðnýttur frá því  fyrir 20 árum og þeir sem eru í kringum kafarann eru fyrir löngu komnir með leið á brandaranum.  

Ég þekki alla vegana nokkkra sem kunna svona atvinnubrandara, og eru þeir notaðr í hvert einasta skipti og sömu mönnum finnst þeir alltaf jafn fyndnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég rakst á síðu sem fær mann til að hugsa um svona brandara í nýju og dekkra ljósi.

Björn Heiðdal, 16.1.2008 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband