7.1.2008 | 13:31
Fyrirtækjum bannað að rukka
Megin niðurstaða starfshóps sem viðskiptaráðherra skipaði um heimildir fjármálafyrirtækja er sú að bankar og sparisjóðir heimili ekki fyrirtækjum eða öðrum kröfuhöfum að bæta fylgikröfum, svo sem seðilgjöldum, við aðalkröfu gagnvart neytendum.
Þetta er nokkuð merkilegt, hérna er fyrirtækjum bannað að rukka en bankar mega áfram rukka fyrirtæki. Það er því ekki verið að taka spón úr aski bankana heldur eingöngu fyrirtækja sem nota greiðsluseðla til innheimtu.
Auðvitað mun þetta ekki skipta neytendur neinu máli! Þetta þýðir bara að fyrirtæki munu setja þetta á reikninga í staðin fyrir að innheimta þetta í gegnum greiðsluseðlana. Fyrirtæki ætla sér augljóslega ekki að sitja uppi með þann kostnað sem bankarnir innheimta þá.
Fyrir fyrirtæki sem verða fyrir þessum kostnaði mun þetta bara vera 1 auka lína á reikninginni í staðin fyrir að hægt var að setja þetta með greiðsluseðlinum og þetta birtist þar.
Seðilgjöld heyri sögunni til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ekki svona svartsýnn Tómast... leyfðu okkur að halda í vonina!
Ég vona að þetta sé ekki rétt hjá þér enda er það illgirni hjá fyrirtækjum að ýta kostnaði við hagræðingu yfir á neytendur. Þ.e. það er mikil hagræðing fólgin í því að láta bankann sjá um að innheimta fyrir sig. Það er líka val fyrirtækjanna hvort þau fari þessa leið eða ekki. Það er því ósanngjarnt að fara þessa leið, þvinga auka kostnað á neytendann án þess að bjóða honum aðra leið sem er ódýrari.
Í dag er staðan þannig að fjölmörg fyrirtæki rukka seðilgjald fyrir að fá reikning sendan heim, svo hringi ég og bið um að fá þetta rafrænt og/eða á visa.. þá rukka þeir samt seðilgjald! Þetta er vitanlega svívirðilegt og því þarf bæði að setja hömlur á fyrirtæki og banka. Það á ekki að vera sjálfgefið að menn geti rukkað einhverjar upphæðir eftir geðþótta fyrir það eitt að hafa gert reikning fyrir þá vöru eða þjónustu sem maður var að kaupa.
Er ekki nóg fyrir fyrirtækin að fá viðskiptin? Ætti svona tittlingaskítur ekki að vera innifalinn í verði vörunnar/þjónustunnar? Ég bara spyr
Ætli smáverslanir geti tekið upp á því að rukka 195 kr seðilgjald fyrir að prenta nótu og hefta hana við kassakvittunina???
Pæling...
Tryggvi F. Elínarson, 7.1.2008 kl. 14:07
Það sem verið er að banna fyrirtækjum að gera er að bæta seðilgjöldunum ofan á kröfuna. Ef kaupandi hefur keypta vöru eða þjónustu á t.d. 1000 kr. þá verður fyrirækjunum ekki heimilt að bæta 250 kr. ofan á það. Ef þau vilja rukka þetta áfram sem sér kostnaðarlið þá mun þetta þurfa að koma fram í verðinu sem viðskiptamanni er boði. M.ö.o. ég get ekki boðið þér vöru á 1000 og rukkað þig um 1250. Ég get hinsvegar boðið þér vöru á 1000 kr. plús 250 kr. og þá má ég rukka 1250. Öll upphæðin verður að vera á reikning en ekki má bæta henni inn á kröfuna.
Bankarnir eru að selja fyrirtækjunum þjónustu við gerð greiðsluseðla. Fyrirtækin rukka þessa þjónustu alltaf áfram til kaupenda, ef ekki sem sér lið á reikning þá í hærra vöruverði. Þetta er eins og með t.d. flutningskostnað. Í sumum tilfellum er hann settur sem sér liður (heimakstur) og í öðrum tilfellum er hann felldur inn í verðið (t.d. innflutningskostnaður). Það verður samt alltaf að koma fram í tilboði seljanda að kostnaðurinn bætist á reikninginn sem viðbótar liður, akstur.
Georg Birgisson, 7.1.2008 kl. 16:35
Íbúðalánasjóður tók af skarið hvað varðar niðurfellingu seðilgjalda nú um áramótin og heyrir seðilgjald Íbúðalánasjóðs nú sögunni til!
Sjá nánar á:
http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/408301/
Kveðja
Hallur Magnússon
Hallur Magnússon, 7.1.2008 kl. 17:04
Ég vinn hjá einkarekinni rannsóknarstofu og fæ öll sýni aðsend og sé því aldrei sjúkling. Gjaldið sem við rukkum er ákvarðað af Tryggingarstofnun og er fast. Eigum við núna að gefa vinnuna við að innheimta rannsóknargjald af sjúklingum? Fárárnlegt!
sigríður (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 19:57
Georg: Mér sýnist að það sé bara verið að banna bönkunum að bjóða upp á þann kost að þetta sé sent inn sem sér lína. Það breytir því ekki að fyrirtæki eins og Síminn og fleiri geta rukkað þetta inn á mánaðarlegum reikningi.
Tryggvi: Ég er ekkert neikvæður með þetta. Ég sé bara að fyrirtæki eru nú þegar farin að gera þetta. Í staðin fyrir að þetta sé á greiðsluseðlinum er þetta lína á reikningum.
Sjálfum fyndist mér eðlilegra að það væri líka skoðað hjá bönkunum, þau eru að rukka 100-200 kall á hvern seðil. Það er engin prentun í þeim kostnaði, bara fyrir að búa þetta til rafrænt í kerfinu hjá þeim. Menn hefðu átt að kíkja á þetta frá báðum hliðum.
Þessi 100-200 kall er samt ekkert miðað við það sem er verið að rukka í gegnum debet og kredit kortin. Þannig að maður á svo sem ekki að vera að kvarta.
TómasHa, 7.1.2008 kl. 20:31
Ég les reglulega OKUR!OKUR! síðuna og rakst á þessa pælingu:
#314 Af hverjum 1.000 kr. sem ég fæ í laun borga ég ca. 40% í skatt, útsvar, iðgjöld, félagsgjöld og sjúkratryggingar (fæ reyndar persónuafslátt), til viðbótar borgar atvinnuveitandi minn ca. 25% í hans hluta af sömu gjöldum. Á vöru sem ekki er framleidd í Evrópusambandinu er lagður 15% tollur? Virðisaukaskattur reiknast á heildarverð vörunnar eftir allar álagningar "ríkisins" og seljandans 14% eða 24,5% eftir eðli vörunnar.
Spurningin er: Ef ég er með 1.000 brúttó í dagvinnulaun og kaupi 1.000 kr. vöru sem er framleidd utan evrópusambandsins og er með 25% virðisaukaskatt. Hvað tekur það mig marga klukkutíma að vinna fyrir henni og hvað hef ég, vinnuveitandi minn og sá sem seldi mér vöruna borgað til "ríkisins"?
Svo ekki sé gleymt... ef ég kaupi vöruna með debetkorti þar sem færslan kostar 12 eftir "frínotkun", eða jafnvel með kreditkorti eða á yfirdrættir hjá banka. Ef einhver kann og vill setja svona dæmi upp í excel væri það brill ;)
Hvað finnst ykkur strákar?
KátaLína (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.