Má Margrét bjóða sig fram aftur?

Margrét Sverrisdóttir skrifar færslu á blogginu sínu og segir:

Ástþór Magnússon ætlar víst að bjóða sig fram til forseta í þriðja sinn, þrátt fyrir hraksmánarlega útkomu í fyrri skiptin.  Er ekki hægt að stöðva þessa vitleysu?  Ég hef talið mig lýðræðissinna, en þetta er ekkert grín.  Kosningar eru fokdýrar og skattborgararnir borga brúsann, þeir sömu og hafa þegar hafnað Ástþóri tvisvar!

Þetta eru nokkuð merkileg skrif frá konu sem býður sig fram fyrir lítið jaðarframboð, nægjanlega lítið til þess að ná ekki að manni í seinustu þingkosningum. Margir myndu telja að ýmsir sem voru á þeirra listum hafi ekki verið minna "spes" en Ástþór Magnússon.

Það sem hefur átt að koma í veg fyrir jók framboð hefur verið stuðningsmannasöfnun, en í stjórnarskránni segir:

Forseti skal kjörinn beinum, leynilegum kosningum af þeim, er kosningarrétt hafa til Alþingis. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000. Sá, sem flest fær atkvæði, ef fleiri en einn eru í kjöri, er rétt kjörinn forseti. Ef aðeins einn maður er í kjöri, þá er hann rétt kjörinn án atkvæðagreiðslu.

Þetta ákvæði hefur töluvert verið gagnrýnt undanfarin ár, þar sem Íslendingum hefur fjölgað verulega undanfarin ár. Nú veit ég ekki hvenær þessi tala var seinast uppfærð en hafi það veirð árið 1944, þurfti 1,2% þjóðarinnar að skrifa undir, árið 1960 þá 0,8%, 1980 0,65% og 0,53 árið 2000. Árið 2oo7 er þetta hlutfall svo komið í 0,48% þjóðarinnar.

Þetta sýnir hvað þetta er meingallað ákvæði, mun eðlilegra væri að hengja þetta við fjölda kosningabærramanna. Það segir sig sjálft um leið og fólki fjölgar verður þetta auðveldara. Ástþór hefur lengi verið grunaður um að misnota þetta með því að skella sér í verslunarkringlur og með því að gera út verktaka í að safna þessu.

Það er hins vegar ekkert gefið í þessum efnum og óvíst að þótt Ástþór vilji bjóða sig fram að hann fái þær undirskriftir sem þarf. Fjölmörg framboð hafa ekki náð að safna þessum undirskriftum.

Ég vona hins vegar að Margrét eða aðrir fái ekki að ákveða fyrir okkur hver fái að bjóða sig fram. Við getum ekki verið að horfa í kostnað bara af því Margrét telur Ástþór rugludall. Mun eðlilegra væri að lagfæra reglurnar og láta minnst 3000 manns ákveða það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Mér þykir þetta alls ekki meingallað. Eiga semsagt engir aðrir en þeir sem eru nógu þekktir að geta boðið sig fram?

Ætli þetta eigi ekki að vera vottar að því að viðkomandi frambjóðanda sé alvara? Hvaða meðal Jón þekkir 1500 manns, eða þeir hann, til að geta verið raunverulegir vottar. Réttara væri að lækka þennan fjölda verulega.

Viljum við lýðræði fyrir alla eða bara suma?

Brjánn Guðjónsson, 4.1.2008 kl. 13:35

2 Smámynd: TómasHa

Það er fullt lýðræði í þessu og ekkert athugavert við það að menn þurfi að uppfylla einhver skilyrði. Svo sem að þurfa að vera 35 ára, ég hef ekki náð þeim aldri er það þá lýðræði fyrir suma en ekki alla?

Það er fullkomlega eðlilegt að þetta fylgi fólksfjölgun.

TómasHa, 4.1.2008 kl. 14:12

3 Smámynd: Tryggvi F. Elínarson

Algjörlega sammála þér Tómas. Mér finnst að það eigi að hengja þetta tiltekna ákvæði fast við fjölda atkvæðabærra manna. T.d. 1% kosningabærra manna.

Slík breyting kæmi ekki í veg fyrir að meðal Jón sem þekkir engan geti  boðið sig fram. Það þýðir einfaldlega að hann þarf að hafa verulega fyrir því að fara á meðal kjósenda og kynna sig og sitt mála og afla sér stuðnings. Einhvernig vegin held ég það sé einmitt kjarninn á bak við þetta ákvæði.

Tryggvi F. Elínarson, 4.1.2008 kl. 14:42

4 Smámynd: Calvín

Gott innlegg Tómas sem ég er sammála. Það sem er athugavert í þessu, eins og þú réttilega bendir á, er að alþingi Íslendinga hefur ekki sinnt skyldu sinni í því að endurskoða stjórnarskrána. Þar virðast stjórnmálaflokkarnir ekki koma sér saman um eitt eða neitt. Þetta kalla ég að vinna ekki vinnuna sína því auðvitað hlýtur það að vera krafa okkar kjósenda að hlutir eins og þessir séu í lagi. Aðalatriðið er að Margrét Sverrisdóttir sýndi með þessu bloggi sínu and-lýðræðislegt sjónarmið sem undirstrikar forræðishugsunarhátt sumra stjórnmálamanna.

Calvín, 5.1.2008 kl. 12:58

5 Smámynd: Björn Heiðdal

Margrét er semsagt ekki lýðræðissinni nema bara þegar það hentar.  Þetta minnir á fleiri mál þar sem annað á að gilda um hana heldur en aðra.

Björn Heiðdal, 6.1.2008 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband