1.1.2008 | 18:11
Kraftlaust skaup
Mér fannst þetta vera heldur kraflaust skaup í ár, fáir mjög fyndnir brandarar en nokkrir sem var hægt að brosa í annað út af. Skaupið verður alltaf þynnra og þynnra með hverju árinu og minna og minna til að sækjast í að glápa.
Eftir skaupið í fyrra voru svo sem ekkert svakalegar væntingar.
Það er samt ánægjulegt að maður getur horft á það aftur á netinu, manni finnst það alltaf skrýtið að það sé ekki endursýnt. Þó svo að margir hlutir séu ekki fyndnir í frumsýningu, getur verið að melta þá sé kannski von á betri skilningi.
Mér skilst að ástæðan séu einhverjir samningar við leikara og sparnaður. Getur það verið?
Þeir samningar virðast þá ekki ná yfir sýningar í gegnum netið.
Einnig hafa gömlu "góðu" skaupin verið í boði á netinu í lengri tíma, en þá með því að sækja þau af torrentum. Sjálfur hef ég nú ekki látið verða af því að sækja neitt þangað og velt því fyrir mér að þetta sé kannski svona "bitter sweet" minningar sem maður eigi ekkert að vera að eyðileggja með því að glápa á þetta aftur. Þetta var amk. fyndið á þeim tíma.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
allt að fara til andskotans. allt var betra í gamla daga!
Brjánn Guðjónsson, 1.1.2008 kl. 20:13
Ég er ekki alveg sammála, fannst skaupið í fyrra alveg óborganlegt!! Skaupið í ár var hins vegar síðra. En er ekki málið að gömlu skaupin eru sveipuð fortíðarljóma? Alla vega minnir mig að foreldrar mínir hafi fussað yfir næstum hverju einasta skaupi (nema þau séu svona gjörsneydd húmor hehe) :)
Soffía (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 22:00
Sannir moggabloggarar hafa ekki húmor fyrir skaupinu...
Már Högnason (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.