28.12.2007 | 21:20
Hetjudáð Idolstjörnu
Vísir segir fá því hvernig gestur á tónleikum hafi verið laminn á tónleikum.
Það var einhver gaur með fylleríslæti og alltaf að biðja um óskalag og með tóm leiðindi. Hann henti skyndilega Magic dós í gítarinn minn," segir Ingó og bætir því við að hann hafi hætt að spila og þögn hefði slegið á salinn.
Einn tónleikagestur gerði athugasemd við þessa hegðun mannsins en því var svarað með hnefahöggi. Ingó segir að hann hafi heyrt að slagsmálin hafi haldið áfram fyrir utan staðinn með fyrrgreindum afleiðingum.
Það virðist sem þarna hafi verið einhver gestur að reyna að bjarga hlutunum og hafi svo verið barinn í kjölfarið.
Það er nokkuð merkilegt að það sé yfir höfuð verið að tala við Idolstjörnuna. Hvað gerði hann þegar gestur á ballinu, sem reyndi að verja hann, var tekinn út og laminn?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:50 | Facebook
Athugasemdir
NÁKVÆMLEGA EKKERT. Og miðað við það sem haft er eftir honum þarna, að hann hafi heyrt að slagsmálin hafi haldið áfram fyrir utan ,virðist hann vera algerlega ósnortin af þeirri hugsun að þessi maður var að koma honum til hjálpar. Kveðja.
Ari Guðmar Hallgrímsson, 28.12.2007 kl. 21:58
Í besta falli illa skrifuð frétt. Í versta falli er maðurinn hálfviti. Og þá blaðamaðurinn algjörlega meðvirkur.
Jóna Á. Gísladóttir, 29.12.2007 kl. 11:19
Fordómar, fordómar.
Eina sem þið vitið um þetta mál er það sem þið lásuð í frétt á Vísi, frétt sem ykkur finnst illa skrifuð.
Ég las úr fréttinni að vesenið hafi byrjað uppi, á meðan Ingó vann fyrir sér með gítarspili. Svo héldu slagsmálin áfram fyrir utan án þess að hann vissi. Hvað átti hann að gera? Það eru dyraverðir í vinnu sem sjá um svona vesen inni á stöðunum. Það sem gerist fyrir utan geta þeir ekki borið fulla á ábyrgð, hvað þá tónlistarmennirnir inni? Eru þeir ábyrgir?
Nei. Ef skoðanir ykkar eru svona órökstuddar og rætnar er alveg eins gott að sleppa því að básúna þeim.
Atli Fannar Bjarkason, 29.12.2007 kl. 14:49
Hann er nú samt að baða sig í spotlitinu í kringum þetta. Ef þetta er allt á ábyrgð dyravarðanna, hvað kemur hann þá þessari frétt við? Af hverju var verið að tala við hann?
Það getur svo sem vel verið að þetta sé illa skrifuð frétt, en það er ekkert nýnæmi fyrir ykkur fjölmiðlamenn.
TómasHa, 29.12.2007 kl. 14:57
Ég sagði aldrei að dyraverðirnir beri ábyrgð á veseninu. Slagsmálahundarnir hljóta að gera það sjálfir.
En ég sé ekki að Ingó sé að baða sig í sviðsljósinu, eina sem hann gerði var að svara í símann. Blaðamaður Vísis hefur einfaldlega komist að því að Ingó var að spila á Sólon kvöldið sem hörð slagsmál brutust út fyrir utan og hringt í hann. Það er einmitt þannig sem hann kemur fréttinni við og ég skil ákvörðun blaðamanns Vísis að fá hans hlið á málinu.
Ingó sagði frá hvernig vesenið byrjaði, kemur það fólki ekki við?
Atli Fannar Bjarkason, 29.12.2007 kl. 15:20
Hvert sem hlutverk hans í þessu var, þá kemur hann geðveikt illa út úr þessari frétt
TómasHa, 29.12.2007 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.