28.12.2007 | 13:58
Húmorsleysi - Fórnalambavæðing
Mér finnst merkilegt að lesa mörg blogg sem eru með þessari frétt, annars vegur eru sumir alveg brjálaðir yfir óvirðingunni, aðrir sótbölva femínistunum og svo þeim sem finnst þetta bara fyndið.
Eru menn alveg að missa húmorinn? Hvernig er þetta niðurlægjandi fyrir þessar konur? Á hvaða máta rýrir þetta gildi baráttu þeirra?
Ég held að menn ættu að stíga 2 skref til baka og velta þessu aðeins fyrir sér.
Fegursti femínistinn valinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
amen
Brjánn Guðjónsson, 28.12.2007 kl. 16:37
Persónulega finnst mér þetta alveg 'hillarious'! Mjög skemmtilegt skot, og alveg sjálfsagt að slá á létta strengi.
En aftur á móti þá er þetta eitt af þeim málefnum þarsem ég get verið sammála feministum, þ.e. að fegurðarkeppnir eru ekki af hinu góða.
Það er leiðinlegt að sjá fólk blanda málefnum og útliti fólks saman, eins og skoðanir margra bera með sér í þessu máli. Þykir mér grunnhyggni margra vera þeim til skammar.
Ég vona að það sé niðurlagið í þessari umhugsun sem þú ert að kvetja til.
gleðilega hátíð!
Viðar Freyr Guðmundsson, 28.12.2007 kl. 17:46
Ég er nú ekki alveg humorslaus, en ég sé ekki fyndnina við þetta. Þetta er frekar að skemmta sér á kostnað annarra. Mig grunar að upphafsmaðurinn sé meira fyrir pissudúkkur og strengjabrúður.
Mér finnst líka barnalegt af Mogganum að búa til frétt um þennan fiflaskap.
Heidi Strand, 28.12.2007 kl. 18:08
Þetta er nú ekki verri húmor en margur annar. Fréttin frá mogganum var eitt en hitt eru svo viðbrögðin í kjölfarið. Þau hafa vakið mun meiri athygli en nokkurn tíman fréttin.
TómasHa, 28.12.2007 kl. 19:23
Það er enginn að hlæja af þessum komum. Það er nú alveg fyrir utan þetta. Það er munur á því að finna ljótustu rauðsokkuna eða þetta. Það er ekki verið á nokkurn hátt verið að gera lítið úr þessum konum.
TómasHa, 28.12.2007 kl. 21:12
Getur nokkuð verið að misjöfn viðbrögð Katrínar og Kolbrúnar hafi eitthvað að gera með það í hvaða sæti þær eru í keppinni? Ég kaus Katrínu. Hún er bæði hugguleg og hefur greinilega húmor.
Stjáni (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.