27.12.2007 | 00:01
Elkó-sölumennska
Þegar ég mætti í Elkó, spurði ég hvort skjárinn væri ekki örugglega til. Hann var svo sannarlega til, en svo hófst sölumennskan. Sá sem vildi selja mér skjáinn vildi eiginlega ekki selja mér þann sem ég þó bað um. Alveg sama hvað ég gerði til að segja við manninn að þetta væri skjárinn, þá tók hann ekki neinni tilsögn. Hann benti alltaf á dýrari skjá. Ég hef áður lent í þessu og spurðist þá fyrir hjá kunningja sem vann í Elkó og hann sagði mér að hvatakerfið væri þannig að menn fá nánast ekkert í bónus fyrir tilboðin en geta fengið eitthvað fyrir að dýrari. Siðan þá hef ég nú tekið þessu "ráðleggingum" með nokkrum vafa.
Eftir að í ljós kom að maðurinn vildi bara ekki selja mér skjáinn, sagði ég honum að ég ætlaði að hugsa málið í nokkrar mínútur, fór aftur og náði mér í miða og prófaði annan sölumann. Tilkynnti að ég ætlaði að kaupa viðkomandi skjá, ef það væri eitthvað múður myndi ég labba út.
Næst tóku við tilraunir að selja mér tryggingar fyrir skjáinn. Það var reyndar mun kurteisara en þvinganirnar í skjá sölunni.
Annars fór ég svo á aðfangadag og ætlaði að kaupa síma í Elkó, ég heyrði þá aumustu afsakanir sem ég hef heyrt. Þegar maðurinn spurði hvort það þyrfti að setja Síu á netsímann sinn (sem augljóslega þarf ekki á lan-kapal), þá sagði gaurinn að hann vissi það ekki. Maðurinn sagði honum að menn gætu nú lesið sig til, þá sagði hann að honum væri meina að fara á netið í Elkó. Maðurinn nenti augljóslega ekki að benda honum á að hann gæti lesið sig til á kvöldin, enda myndi hann líklega selja aðeins meira af símum ef hann vissi eitthvað hvað hann væri að selja. Miðað við bónusa er líklegt að þeim tíma væri vel varið þótt hann væri ekki á beinum launum við það.
Annars held ég að peningum Elkó væri vel varið ef þeir myndu bara kaupa gott sölunámskeið af honum Tryggva vini minum. Ég er nokkuð viss um að þeir myndu græða nokkuð vel á því. Líklega hefur samkeppnin aldrei verið meiri í þessum geira, en einmitt núna. Ég er reyndar nokkuð viss um að Max hafi ekki grætt mikið þessi jólin. Maður hefði líklega fengið betri þjónustu með því að fara þangað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er þetta ekki óþarflega langt mál til að auglýsa hann Tryggva vin þinn?;-)
Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.12.2007 kl. 01:44
Ef tilgangurinn hefði verið að auglýsa Tryggja hefði ég skrifað færslu sem heitir "Frábær sölunámskeið". Svo hefði ég lýst því frábæra námskeiði sem ég fékk hjá honum.
Hins vegar held ég að þeim í Elkó veitti ekki af þessu. Meðal þess sem bent var í námskeiðinu hjá Tryggva var hvernig menn selja, án þess að troða ofan í kokið á fólki. Ég var ekki tilbúinn að kaupa 99 þúsund króna sjónvarp, en það átti að troða því ofan í kokið á mér.
Varðandi Elkó, þá freistaðist maður að kíkja þangað út af 10 þúsund kalli, sem sjónvörpin voru ódýrari þar en annarstaðar. Ég hef reyndar mjög góða reynslu af þeim þegar tækin mín hafa bilað, ég hef ekkert yfir því að kvart þeir tóku það bara til baka og létu mig hafa nýtt.
TómasHa, 27.12.2007 kl. 02:44
Ég kannast við þessa sölumennsku hjá Elkó ég fór þangað til að kaupa stafræna myndavél á 18 þús. en kom heim með eina á 25 þús. En þeir mega eiga það að viðgerðar og skilaþjónustan hjá þeim er mjjög góð.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.12.2007 kl. 04:21
Skilaþjónustan er góð, helsttil of góð. Ég fór einu sinni með bilaðan hlut til þeirra og skilaði. Ég fékk ekki tækifæri til að útskýra hvað væri að, hvað þá að eitthvað væri að, það var enginn áhugi hjá þeim að heyra slíkar útskýringar.
Sá að það var ekki annað eintak af sama hlutnum til þannig að ég gekk um og skoðaði fleira. Sá ekkert og ákvað að fá peninginn. Á leiðinni gekk ég framhjá hillunni þar sem bilaði hluturinn, sem ég skilaði, var kominn aftur í hilluna.
Þá tók ég þá ákvörðun að versla aldrei aftur í Elko.
Gúrúinn, 27.12.2007 kl. 10:42
Verstu auglýsingarnar þegar kemur tilboð sem stendur út úr í bæklingnum og þegar maður kemur í versluninna þá er hann "ný búinn". Þetta er eingöngu til að draga kúnnann í sjoppuna og er það lúalegasta og lægsta sem gert er í auglýsingum. Skítabúlla Elko er.
Óli Sveinbjörnss, 27.12.2007 kl. 12:30
Bíddu, ábyrgjast elko menn ekki að vara sé til í 3 daga?
Annars verð ég nú að vera fúll á móti og lýsa því yfir að ég er mjög ánægður með elko, sölumennskuna verður maður náttúrulega að lifa við, en ég er mjög sáttur við það sem ég hef keypt hjá elko, fengið fína þjónustu og ekki átt í neinum erfiðleikum þegar ég hef farið með bilaða vöru til þeirra.
Friðrik (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 13:42
Hér sit ég, lesandi ágæta neytendagagnrýni á ELKÓ, hugsandi "Já, ég kannast við það" þegar alltíeinu breytist þetta í auglýsingu fyrir sölunámskeið. Furðulostinn lýt ég í kringum mig og spyr hvað gerðist á meðan mér líður einsog einhver sálarlaus sölumaður notfærði sér mig. Hvort þetta var viljandi eða kjánaleg mistök fyrir málstað þinn, þá kemst maður ekki hjá því að hlæja aðeins af íróníunni.
Og Elkó, Max, BT og slíkar verslanir er það sem maður fær þegar almenningur velur verð fram yfir þjónustu. Ef fólk vil fá sérfræðinga til þess að þjóna sér þá bendi ég heldur á sérhæfðar, minni búðir og hætti að bölva afkvæmi frjálsa markaðsins.
Krizzi Lindberg, 27.12.2007 kl. 13:46
Hef sjaldan keypt nokkuð í Elkó en fengið ágæta þjónustu þar þegar hún loksins fékkst. Vil þó sýna þér samstöðu með námskeiðin, finnst fólk ansi viðkvæmt ... að þú megir ekki minnast á vin þinn, fannst þetta afar eðlilegt framhald af færslunni og góður endapunktur.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.12.2007 kl. 14:07
Því miður get ég ekki hrósað Elko fyrir ábyrgðar- og viðgerðarþjónustu. Ég keypti eitt sinn hjá þeim tölvu til að gefa í fermingargjöf. það tók eitt og hálft ár til að fá hana til að virka, þrjár ferðir úr Hafnarfirði og mikið þras.
Þessi tölva virkaði aldrei eins og hún átti að virka og nú er hún komin á haugana, eða upp á loft heima hjá eigandanum.
Theódór Norðkvist, 27.12.2007 kl. 14:27
Þetta var nú mjög eðlilegt framhald af þessari færslu. Það sem er kjánalegt er að sjá ekki samhengið.
TómasHa, 27.12.2007 kl. 16:18
Ég sé nú ekkert athugavert við að hann TómasHa minnist á sölunámsskeið hjá vini sínum enda sá ég þetta meira sem grín en auglýsingu. Hvar er húmorinn góða fólk.
Halla Rut , 27.12.2007 kl. 17:02
Öhh sko það er varla að ég þori út í þessa umræðu en.. ég læt slag standa. ég var að vinna hjá ELKO og verð aðeins að fá a)að verja fyrrum vinnustað b)taka undir gagnrýni. Það er því miður sannleikanum samkvæmt að símasvörun o.fl. hefur farið niður á við (ekki endilega þó ég hafi hætt) og því miður er þekkingu mjög margra sölumanna ábótavant. En það er reyndar ekki sama hvort er farið í Kópavog eða Skeifuna. Verslunin í Skeifunni er með mjög góða stjórnun og þar eru yfirmenn sem vita hvað þeir eru að tala um. Það urðu ákveðin umskipti fyrir all nokkru í fyrirtækinu og því miður ekki til góðs. Það sem er verið að tala um með bónusa er rétt en það er líka rétt að 3ja daga vöruvernd er og gildir. Þegar "blómaskeið" mitt var að þá t.a.m. keyrði ég sjálf prívat út gjafabréf o.fl. til þess að viðskiptavinurinn fengi jólagjöfina í tíma. Það er þarna sem og á fleiri stöðum að það gleymist að hafa gaman af vinnunni sem og að muna hver greiðir launin.
Solveig (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 17:29
Miðað við lýsingu þína þarf sölufólk það sem þú lentir á í Elko að fara á frekari námskeið í sölutrixum, að hafa ekki náð að selja þér en betri og þá dýrari skjá er ekki sættanlegt. Var þar um miðjan dag í dag vegna skilavara, og hef lent á einum sem að öllum líkindum hefur sótt sölunámskeið af honum Tryggva, fór með meira en ég kom með.
En töluvert vantar uppá öryggisgæslu á staðnum, þarna var þekktur hópur (3-4 saman) sem fóru alla veganna þrjár ferðir í gegn án þess að pípti á þá.
Nú kemur upp í hugskotum ykkar, "og hvað gerðir þú" akkúrat ekkert, horfði bara á, og lét afskipta laust þar sem engin varð fyrir líkamlegum skaða, en hefði kannski orðið, ef almennur borgari hefði skipt sér af.
Gestur Halldórsson, 27.12.2007 kl. 20:22
Það er gaman að sjá hvernig svona færslur eignast sitt eigið líf.
Í dag hafa tæplega 4 þúsund manns lesið þessa færslu, og flestir velt því fyrir sér hvaða fyrirtæki þetta Gott Val sé sem ég sé að auglýsa. Eitthvað sem svo sem stóð alls ekki til, en var svo sem vel þess virði að auglýsa.
Ástæðan fyrir því að ég nefndi Gott val var einföld, þessi sölumaður Elkó braut eiginlega flestar reglur góðs sölumanns, hann vissi ekkert um vöruna sem hann var að selja, kallaði hana drasl og reyndi að koma inn á mig tæki sem hann vissi að ég vildi ekki.
Hitt er að ég var svo sem ekki að gagnrýna Elkó fyrir þá þjónustu sem þeir bjóða upp á, bara benda hvernig hvatatengd sölukerfi geta "bakfireað". Ætli ég hafi ekki keypt af Elkós svona 100 gsm síma fyrir fyrirtækið mitt í gegnum tíðina og hef ekki lent í veseni með þá ef þeir hafa bilað.
Elkó er enginn greiði gerður að selja mér eitthvað rusl, sem ég er hundóánægður með og sótbölva versluninni og ákveð að koma þangað aldrei aftur. Nóg er af raftækjaverslunum sem vilja selja mér dót.
Líklega er ástæðan fyrir því að 4.000 manns hafa lesið þetta í dag, einmitt sú hversu margir hafa einmitt lent í þessari sölumennsku hjá þeim.
Greinilega eitthvað fyrir stjórnendur Elkó að velta fyrir sér.
TómasHa, 27.12.2007 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.