Prestleg vorkun

Eitt af því sem hringir inn jólin eru klukkur dómkirkjunnar og svo messan á eftir.  Nú bar svo við að ég gat ekki annað en vorkennt kvennprestinum sem reyndi að radda.  Fannst mér eins og ég væri sjálfur mættur í útvarpið og farinn að radda, svo slæmt var þetta.

Annars er merkilegt þegar kirkjur nýta þetta tækifæri ekki.  Á þessum eina degi eru bæði augu og eyru manna á kirkjunni. Kirkjurnar fullar af fólki og fjölmargir að hlusta á messu.  Þá er um að gera að flýta sér ekki það mikið með messuna að enginn skilji hvað er um að vera, heldur ekki að hafa þetta svo langt að menn fagna því að fara í messu að ári.

Prestar hljóta að skipuleggja þessa messu betur en nokkra aðra messu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég hlustaði ekki svo grannt á messuna, en bróðir minn í Danmörku gerði það og var innilega sammála þér með tónið (það heitir ,,að tóna" en ekki að radda þó það skipti ekki öllu máli). Úr því ég er byrjuð að leiðrétta þá er vorkunn eitt af fáum kvenkynsorðum sem endar á -nn, en það eru einnig einkunn, miskunn og forkunn og svo auðvitað kvenmansnöfn eins og Jórunn og Sæunn.... (þetta er kennarinn að tala)

Svo ég hætti nú að vera svona leiðinleg ( að vísu verður sá sem gagnrýnir að þola gagnrýni þó ég þoli það hörmulega sjálf ..)..  Þá er ég sammála þér að það þarf að uppfæra messur meira að nútímahorfi og tala á mannamáli. Að vísu er mikið af eldra fólki (og yngra) sem ekki vill láta breyta neinu ... Það er vandlifað í þessum heimi! ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.12.2007 kl. 11:17

2 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

Já, ég tók sko vel eftir þessu með tónunina. Ég meira að segja skellti upp úr í smá stund en skammaðist mín svo auðvitað fyrir að hafa gert það. Ég bara átti erfitt með mig. Tryggvi skammaði mig líka fyrst, ef það er einhverntíma sem maður á að bera virðingu fyrir trú annarra þá er það á svona hátíðum (við hlustum á messuna vegna gamalla siða, tenginu við jólin og fyrir hátíðleikann). En svo heyrði hann í grey konunni og skyldi hvers vegna ég missti mig óvart. Okkur heyrðist hún vera eitthvað rám.. kannski er hún venjulega betri.. eða ég vona það allavega.

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 26.12.2007 kl. 12:28

3 Smámynd: TómasHa

Ég var líka alveg að reyna að hlæja ekki.  Svo þegar þetta var síendurtekið þá gat maður ekki annað en hlegið að þessu :)

TómasHa, 26.12.2007 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband