25.12.2007 | 18:19
Össurarraus - Össur bregst við illur
Ég skrifaði hér fyrir nokkru pistil þar sem ég talaði um í fyrirsögn drykkju Össurar. Margir brugðust reiðir við og vildu vita hvaða sönnun ég hafði fyrir því að hann væri að drekka og skrifa. Ég hafði það svo sem ekki, enda var drykkja ekki aðalatriði pistilsins. Hins vegar voru athugasemdir og önnur umfjöllun eingöngu um áfengisdrykkju.
Nú skrifar Pétur Tyrfingsson pistil um Össur, sem Össur skilur á þann veg að verið sé að taka undir áfengishugmyndir á þeim nótum sem ég skrifaði hér um daginn:
Mér hefur stundum gramist þegar stuttbuxnaíhaldið í Borginni hefur afgreitt skrif mín um orkuútrás og þá sjálfa með því að blessaður ræfillinn hlyti að vera á stútnum allar nætur....Framundir það síðasta taldi ég að það væru sérstök hlunnindi sem fylgdu mínum vestfirsku genum að vera svefnléttari en flestir menn. Það gefur furðu mikinn tíma til að lesa og skrifa og vinna - og einu sinni skrifaði ég litla bók, Urriðadansinn, einungis á nóttunni.
Sé blogg Össurar lesið, þá er það ekki furða að það sé afskrifað sem fyllerísrugl. Ævintýrin sem þar birtast minna frekar á reyfarakenndar sögur en hlutir sem eru settir fram af manni með áratuga reynslu af því að vera í stjórnmálum.
Oft veltir maður því fyrir sér hvort Össur væri ekki í betri málum við að skrifa reyfara. Það virðist ekki skorta á ímyndunaraflið hjá Össuri, og oft gaman að lesa bloggið hans, sem gaman mál en ekki sem blogg stjórnmálamans sem vill láta taka sig alvarlega.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hann er Sumarliði fullur en ekki Fúll á móti.
Pétur Þorleifsson , 25.12.2007 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.