Að kaupa pottinn í sekknum

Í dag kom til mín maður sem greinilega var Hollendingur, hann var mjög snyrtilega klæddur og á fínum bíl.  Hann sagði mér frá vandamáli sem hann væri í.  Hann sýndi mér nafnspjaldið sitt, sem ég hélt þó ekki eftir.  Hann hefði verið á sýningu hér á landi og væri á leiðinni út á morgun.  Hann sagði að þeir hefðu verið að sýna potta og hann væri með nokkur pottasett sem hann gæti ekki tekið með sér í flug,  hins vegar hefði hann borgað vsk við komuna til landsins.  Yfirmaður hans hefði heimilað honum að gefa pottasettin en hins vegar þyrfti hann að koma með vaskinn til baka.

Ekki hafði ég nægan áhuga á pottasettum og jafnvel þótt þau hefðu verið gefins.  Ég hafði bara ekkert við 5 sett að gera.  Við fórum því ekkert lengra í umræðunni um hvað það var sem ég átti að gera til að eignast þau.

Hins vegar er maður alltaf tilbúinn að hjálpa og ég sagði honum að ef aðilar í öðrum fyrirtækjum í kringum mig hefðu ekki áhuga gæti hann komið til baka og ég myndi hjálpa honum.

Þegar hann var farinn fór ég að hugsa að ég kannaðist bara ekki við neina sýningu sem væri hérna núna.  Og hver færi að halda sýningu svo rétt fyrir jól? Nú eru kokkar á fullu að elda en ekki kaupa inn potta og pönnur.  Ég ákvað því að googla nafnið á fyrirtækinu og viti menn þá kom ýmislegt í ljós.

Þá kom í ljós að þetta er bara góð saga.   Þetta hollenska fyrirtæki er frægt um alla Evrópu, fyrir nákvæmlega sömu sögu, en þeir eru líka að selja hnífasett.  Þeir segja að verðið sé mjög hátt (hundrað þúsund kall á settinu), þeir séu að missa af lest eða flugi og geti eiginlega gefið settið eða fengið vaskinn til baka.  Alltaf svipuð saga.  Þeir eigi hins vegar 5 sett, sem þeir nauðsynlega verða að losna við (helst öll á einum stað).

Málið er að þeir eru ekki beint að svíkja, verðmætið sem þetta gjafverð er almennt talið eðlilegt miðað við söluverðið á sambærilegum settum (samkvæmt síðunum um þetta) Einhverjar efasemda raddir hafa verið um gæðin og ýmsir greiða hærra verð en aðrir fyrir þau.  Það sem hann gerir er að koma á fölskum forsendum og selja fólki potta sem hefði annars aldrei hugsað sér að kaupa potta.  Hann selur heldur bara ekki 1 heldur 5 sett í einu.  Sé þetta ekki kolólöglegt á Íslandi er þetta amk. ósiðlegt.

Fyrirtækið sjálft segist ekki stunda svona  sölumennsku, og segist nota sjálfstæða söluaðila.  Hins vegar hafa þeir vitað af þessu frá upphafi og hefði verið vilji til að stöðva þessa sölumennsku hefðu þeir fyrir löngu gert það.   Flestir þeir sem kaupa þessa potta gera ekkert í þessu, þar sem þeir eiga 5 sett af sæmilegum pottum á verði sem ásættanlegt.  

Mér finnst rétt að vara menn við þessu.  Hafi menn ekki í hyggju að kaupa 5 sett af pottum, eru menn betur settir að fara bara í næstu búsáhaldaverslun og velja sér potta og pönnur sem örugglega standast gæði og hafa viðurkenndan söluaðila.  Fyrirtækið sem umræðir heitir http://www.berghaus-wwc.com/ og síða með umræðu um þetta svindl er meðal annars að finna hérna: http://robbevan.com/blog/2004/09/16/berghaus-knives-scam.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Farandsala er bönnuð á Íslandi nema sækja um leyfi. Það er greinilega engin takmörk fyrir hvað fólk getur fundið upp á til að pranga inn á aðra og full ástæða til að vekja athygli á þessu.

Ævar Rafn Kjartansson, 22.12.2007 kl. 14:32

2 Smámynd: Árni Torfason

Hann hefur væntanlega verið í tréskóm með túlipana í hárinu og í hollenska landsliðsbúningnum. Það er líklegast. Eða þá að hann hafi verið með hollenskan hreim og eins og allir vita þá er Tómas 1/18 hollenskur og fer þar einu sinni á ári að gróðursetja grenitré. Þannig að hann á auðvelt með að spotta út Hollendinga.

Árni Torfason, 23.12.2007 kl. 13:33

3 Smámynd: TómasHa

Tómas, þótt þú farir til útlanda í lopapeysu og íslenskum þjóðbúningi gera ekki allir aðrir það ;) 

Nokkuð rétt hjá Árna, en ef þú hefur búið í Hollandi er nokkuð auðvelt að spotta út hollendinga, svona eins og við getum yfirleitt spottað út Íslendinga þegar þeir tala ensku í útlöndum.  Þetta er spurningum hreim og orðval. 

TómasHa, 23.12.2007 kl. 18:25

4 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Sæll,´

Mér voru boðin "Armani" jakkaföt á bílaplaninu við Smáralind í byrjun Nóv. af sölumanni sem var að koma af kynningu en var að fara í flug. Hann sagðist vera með 4 sett sem hann vildi "gefa mér" nánast enda væru þetta sýnishorn sem hann nennti ekki með heim til Ítalíu aftur. Sýndi "kvittanir" fyrir þeim, sennilega til að sýna fram á að þau væru ekki stolin. Sem betur fer var ég að flýta mér verulega en fötin voru ok en ekki líkleg til að vera Armani.

Besta við þetta var það að ég hugsaði sem svo að ef ég léti Armani eftir mér einhvern tíman þá yrði það ekki úti á bilaplani ´Smáralindar...

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 25.12.2007 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband