20.12.2007 | 10:52
En fjármagnstekjur?
Nú þegar það er í tísku að lifa á fjármagnstekjum er spurning hvort þetta verður líka tengt við þær? Það getur bara verið gott mál fyrir millana sem eru að lifa á fjármagnstekjunum sínum að fá umferða sekt.
Ég held annars að þær rosalega hækkanir sem hafa orðið á umferðasektum ættu alveg að duga, nema að þeir ætli að lækka sektirnar fyrir þá sem eru með lægri laun miðað við það sem þær eru í dag. Á einu ári er búið að lækka vikmörkin og hækka þessar sektir upp úr öllu valdi. Á hverjum degi er verið að nappa ömmur á "ofsa hraða" hérna í borginni.
Ég held að sektirnar eins og þær eru komi við kauninn á öllum. Fyrir utan hvað það er búið að setja upp myndavélar víða, að menn geta ekkert keyrt eins og bavínar um allt lengur. Myndavélarnar eru bara of víða til þess.
Mér finnst þessi vikmörk samt vera komin út í öfgar, þótt það sé ekki skekja í búnaði lögreglumanna, þá er samt skekkja í hraðamælum, bara einfaldir hlutir eins og mismunandi dekk og svo framvegis geta gefið smá skekkju. Um leið og það er búið að herða viðurlögin svona mikið var óþarfi að taka á vikmörkunum í leiðinni.
Skoðað hvort tekjutengja eigi umferðalagasektir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.