17.12.2007 | 22:20
Út og suður – aðalega út
Ég veit það ekki en þessi innslög hjá sveitamanninum Gísla í laugardagslögin er eitthvað misheppnaðasta sjónvarpsefni sem er boðið upp á um þessar mundir. Það fyndna við þetta er að hann virðist hafa slegið í gegn. Hjá hverjum veit ég ekki en sjónvarpið er alltaf að segja mér að þessi ófyndni sjónvarpsmaður sé það besta sem þeir geta boðið mér upp á.
Má ég þá frekar biðja um hinn mjúka Erp, sem hefur kokgleypt allan hroka og lofar nú öll lögin sama hversu léleg þau eru eins og honum sé borgað fyrir það (eins og hann væntanlega fær).
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta var nú bara sniðug fyrirsögn. Hann er aðalega út í þessum innskotum. Hitt er annað mál að það var fyrst og fremst val á viðmælendum sem getur gert þáttinn áhugaverðan. Mér þótti gísli ekkert sérstaklega sniðugur í þessum þáttum. Svona stiklu þættir, þar sem ýmsir sérstakir landsmenn eru heimsóttir.
TómasHa, 18.12.2007 kl. 10:10
Heyr, heyr ...
Ég skil alls ekki hvað þessi maður er yfir höfuð að gera í sjónvarpi. Hann er svo einkennilegur í háttum og framgögnu að ég fæ stundum á tilfinninguna að hann sé kófdrukkinn. Held samt að það sé bara hans "náttúrulega" framkoma.
Þessir út og suður þættir eru bara dæmi um dreifbýliskvótan sem rúv þarf að uppfylla. Þættir þar sem má alls ekki ræða við neitt eðlilegt fólk í þéttbýli. Ætti að sýna þetta á eftir barnaefninu á sunnudögum.
LM, 18.12.2007 kl. 10:20
Fyrir mér hljómar þetta pínulítið eins og öfund! Strákar! Þið þurfið auk þess ekki að horfa á þættina ef þeir fara svona í taugarnar á ykkur. Það er bæði hægt að skipta um stöð, setja disk í og svo auðvitað betra, að slökkva á sjónvarpinu.
Anna Karlsdóttir, 18.12.2007 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.