Að fá greitt fyrir að kynna sig

Ég var að lesa grein á Vísi.is, þar sem sagt er frá því að smáband á Selfossi hafi sent Rás 2 350 þúsund króna reikning fyrir að RÚV sendi beint út frá tónleikunum þeirra.  

Nú á að greiða mönnum fyrir vinnuna sína!

Hins vegar get ég ekki séð að RÚV eigi að greiða mönnum fyrir að fá kynningu á efninu sínu.  Mörg bönd hafa fengið gríðarlega góða kynningu á efninu sínu og sér sem hljómsveit í gegnum Rás 2. 

Það er fyndið að heyra að menn segja að þetta sé ólöglegt.  

Hingað til hefur þetta nú ekki vafist fyrir mönnum. Þeir hafa val á því að mæta til RÚV og spila fyrir ekkert og fá í staðinn kynningu.  Eða að sitja heima. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þeir fá líka prýðilega auglýsingu út úr þessari umfjöllun,geri ég ráð fyrir....

Sævar (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 12:11

2 Smámynd: TómasHa

Hérna er ekki verið að tala um sjálfboðavinnu, t.d. til að afla tekna fyrir góðan málstað heldur þegar menn eru að spila á tónleikum eða eins og í þessu tilfelli spila beint af tónleikum sem eru hvort sem er haldnir.  Hérna eru hljómsveitir að koma sjálfum sér á framfæri.  Lögfræðingar eins og aðrir þurfa að koma sér á framfæri.  Heldurðu að lögfræðingar fái greitt fyrir að koma í sjónvarpið og segja álit sitt á lögfræðilegu efni?  Menn greiða stórfé fyrir að auglýsa sig upp, gera ýmislegt til að vekja athygli á sjálfum sér.  Fyrir hljómsveitir að mæta í útvarpið kynnir þær og fær fólk til að kaupa plötur og mæta á tónleika. 

Fyrir utan það þá bjóða margir lögfræðingar upp á vinnuna sína "Pro Bono".

TómasHa, 16.12.2007 kl. 03:44

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

350þ er soldið vel í látið og sú græðgi, gæti reynst neikvæð auglýsing. Þeir voru jú að halda tónleika og rásin var eyra á vegg. Hvað ætlast menn til að hafa út úr einu giggi?  Viðtöl og gutl í hljóðveri útvarps mætti skoða sem kynningu, en þegar útvarpað er af tónleikum mætti útvarpið hæglega skjóta 75-100.000 kalli á hljómsveit ef allt giggið er flutt.  Menn hljóta að þurfa að kosta einhverju til slíkrar dagskrárgerðar. Annað er bara yfirgangur af hálfu hins opinbera.

Skrítið er þó að menn hafi ekki orðið ásáttir um þetta fyrir tónleika og handsalað eða skrifað undir samkomulag.  Gengur ekki að setja upp verðið svona eftirá án samráðs, svo málið er sennilega tapað hjá grúppunni en ágætis áminning um að listafólk á að fá greitt fyrir vinnu sína eins og aðrir.  Það er einhver lenska hér að kalla ekkert vinnu nema að það feli í sér að slægja fisk og moka skurði.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.12.2007 kl. 08:07

4 identicon

Nú efast enginn um það hljómsveitin fái góða kynningu út á það að spila í beinni á Rás 2. Málið snýst um það að RÚV og FÍH hafa gert kjarasamning þar sem kemur fram hversu mikið tónlistarmenn eigi að fá greitt fyrir flutning í útsendingum hjá RÚV. Ef Rás 2 ætlar ekki að greiða fyrir þennan flutning eru þeir ósköp einfaldlega að ganga á bak gerðra samninga og það er ólöglegt.

Björn (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 00:46

5 Smámynd: TómasHa

Það er eiginlega alveg út í hött að greiða mönnum fyrir að mæta í stúdíó og spila 1-2 lög til að kynna plötuna sína.  Það er líka fáránlegt að greiða mönnum fyrir að rás 2 sendi beint út af tónleikum, þar sem þeir hafa fengið greitt fyrir að selja miða inn á tónleikna.

Það fáránlegasta er að rás 2 skuli ekki láta menn skrifa undir plagg þessu til staðfestingar.

TómasHa, 18.12.2007 kl. 10:04

6 identicon

Afhverju er það fáránlegt að greiða mönnum fyrir að Rás 2 sendi beint út af tónleikum, þar sem þeir hafa fengið greitt fyrir að selja miða inn á tónleikana?

Hrafnkell (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 11:23

7 Smámynd: Einar Jón

Ég er að sumu leiti sammála þér, en röksemdafærslan þín heldur varla vatni.
Mér finnst lélegt af bandinu að senda bara reikning eftirá, en samt er heilmikið til í þessu hjá þeim. Ef Rás 2 finnst þetta vera nógu gott til að senda ú, af hverju ekki að borga samkvæmt kjarasamningi?

Fyrir utan það þá bjóða margir lögfræðingar upp á vinnuna sína "Pro Bono".
Auðvitað vinna sumir lögfræðingar "pro bono", en þýðir það að þú getir neitað að borga þínum lögfæðingi "því þetta mál er svo góð kynning fyrir hann"?

Það er líka fáránlegt að greiða mönnum fyrir að rás 2 sendi beint út af tónleikum, þar sem þeir hafa fengið greitt fyrir að selja miða inn á tónleikna.
Eru stóru böndin úti í heimi ekki einmitt að selja útsendingarréttinn á sínum tónleikum, þó að (eða af því að) 50.000 áhorfendur hafi borgað sig inn?

Einar Jón, 18.12.2007 kl. 17:19

8 identicon

Eins og ég sagði þá er þetta ekki spurning um það hvort og þá hversu fáránlegt einhverjum kann að þykja það að greiða mönnum fyrir að spila 1-2 lög í stúdíói eða láta senda beint út af tónleikum hjá sér heldur er þetta fyrst og fremst spurning um það að standa við gerða samninga. Við getum alveg rætt fram og til baka um þessa samninga, eðli þeirra og inntak en meðan þeir eru undirritaðir á Ríkisútvarpið að sjálfsögðu að greiða fyrir tónlistarflutning og þar stendur hnífurinn í kúnni.

Björn (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 18:06

9 Smámynd: TómasHa

Einar:

Senda öll bönd út frá rás 2?  Eru það bara ekki sum bönd sem komast þangað inn eða þeir vilja hleypa inn til sín.   Sama gildir um lögfræðingana.  Það vita allir að hverju þeir ganga, bæði viðskiptavinur og kúnni.

Varðandi stóru böndin, þá erum við að tala um eitthvað smáband hérna.  Samningsstaðan er nokkur önnur hjá stóru böndunum.  Ég hefði átt að taka það betur fram.  Hefur einhver heyrt um þetta band sem var að spila þarna?

Björn: Það væri gaman að sjá þessa samninga.  Ef RÚV biður menn um að koma og spila ákveðið tónverk er eðlilegt að greiða mönnum.  Það eru algjör afglöp ef á að greiða mönnum fyrir að koma og spila til að kynna plöturnar sínar.  Þessi afglöp munu fyrst og fremst koma sér illa fyrir tónlistarmenn.  Ef það á að greiða þessar upphæðir fyrrir tónlist efast ég um að rás 2 hafi áhuga á að spila þessa tónlist.  Mun ódýrara að hafa bara síbylju. 

TómasHa, 18.12.2007 kl. 21:09

10 identicon

Alveg eins og þú segir það afglöp af hálfu útvarpsins að greiða mönnum fyrir að kynna plöturnar sínar get ég sagt að það séu afglöp af hálfu tónlistarmanna að gefa vinnu sína og útvega þannig fjölmiðlum ókeypis dagskrárefni. Tekjur tónlistarmanna verða nefninlega ekki einungis til í gegnum plötusölu heldur einnig í gegnum tónlistarflutning og tónleikahald.

Ef þú vilt kynna þér kjarasamning FÍH og RÚV geturðu gert það hér: http://www.fih.is/

samningar/samningur_ruv.doc

Björn (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 23:56

11 Smámynd: Einar Jón

Úr samningnum:
Fyrir hljóðritanir og eða útsendingar frá opinberum tónleikum, sem haldnir eru af þriðja aðila, skal greiðsla til hljómlistarmanna nema 60% af gildandi töxtum FÍH samkvæmt 2.gr.  Heimilt er Ríkisútvarpinu að gera sérstaka heildarsamninga við þriðja aðila enda hafi hann til þess fullt skriflegt umboð flytjenda og samþykki FÍH.
Tryggja skal að einstakir flytjendur fái greitt beint vegna útsendinga og skal Ríkisútvarpið sjá um greiðslur til þeirra.

Það stendur ekkert þarna um að bandið þurfi að vera voða stórt band sem allir þekkja. Því finnst mér eðlilegt að Rúv standi við gerðan (kjara)samning, þó að þér finnist það fáránlegt.

Hins vegar er ég alveg sammála því að ef band kemur til að kynna plötu þá er það að koma á þeim forsendum að það sé að auglýsa sig, og því gildir kjarasamningur almennt ekki. En eðlilegast væri að pæla aðeins í þessum atriðum fyrirfram.

Einar Jón, 19.12.2007 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband