Umræða um jafnréttismál

Las áhugaverða grein í Lesbók Moggans í gær.  Snilldar útúrsnúningur.  Höfundur féll í umþb. allar gildrur sem hann var að gagnrýna í grein Bjarna Más.   Höfundur greinarinnar sagði Bjarni rökþrota en hann var ekki síður rökþröta þrátt fyrir fínar umbúðir.  Það sem hann aðallega upp á þennan hóp að klaga var að þar væru menn sem uppnefndi þær stöllur öfgafemínista.  Þetta var endurspeglað í allri greininni.  Síðan var sama úlfúð, útúrsnúningi, háði, svívirðingum og einelti notað þegar kafla úr grein Bjarna var klipptur út og notaður gegn honum, líkt og það sem hann gerði í sinni grein. 

Ég hef skrifað aðeins um þetta og veit ekki hvort það sé í hópi eineltis eða svívirðingar, eins og höfundur kallar það.    Hér er athugasemdakerfið opið og ég hef ekki enn útlokað neinn, ólíkt sumum bloggurum, sem vilja bara að réttar skoðanir birtast á blogginu sínu.

Ég veit hins vegar að Deiglan.com, hefur birt fjölmargar mjög góðar greinar í umræðunni um jafnrétti frá upphafi vefritsins.   Á vefritinu eru um 100 pennar og greinar þessu tengdar tugir eða hundruð.  

Ólíkt sumum hefur ekki bara verið barist fyrir jafnrétti kvenna.

Hins vegar er alveg ljóst að ákveðinn hópur er ekki sammála þeim leiðum sem Deiglan hefur haldið á lofti.

Það þýðir ekki að þeirra leiðir séu réttar, eða að sú barátta sem sá hópur hafi lagt í séu líklegri til að skila árangri.

Þvert á móti.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi blaðamaður á Morgunblaðinu virðist ekki hafa skilning á hvernig háð er notað í skrifum þrátt fyrir að vera menntaður bókmenntafræðingur og formaður íslenskra bókaútgefenda.

Kemur á óvart hjá "handhöfum sannleikans" í Hádegismóum.

Börkur (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband