Fínt að kaupa lyf í matvöruverslunum

Af hverju ætti það að vera varhugaverðara að selja lyf i matvöruverslunum en lyfjaverslunum?  Aðalatriðið er að þeir sem afgreiði lyfin séu með tilskilin réttindi.

Nú hef ég verið í tæpan háflan mánuð á Flórída, og ég hef einmitt tekið eftir því að í öllum stórmörkuðum eru þessar verslanir.  Það er auglýst að þú verslir á meðan þú bíðir eftir lyfseðlinum. 

Fyrir utan að vera með rekka fyrir framan með þeim lyfjatengdu vörum sem eru ekki lyfsseðilskyld.

Hérna eru líka lyfjaauglýsingar leifðar, ég hef hlustað á þær.  Það er hrein lyst að auglýsa lyf og renna sér svo í gegnum lista af aukaverkunum eins og að þú getir misst hárið, þú eigir von á uppköstum og svo framvegis. Þetta verða þeir að setja í auglýsingarnar og listinn er oft jafn langur og auglýsingin sjálf.  

Ólíkt íslenskum bjórframleiðendum, þá er þessu fylgt til hins ýtrasta. 

 


mbl.is Varhugavert að selja lyf í matvöruverslunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband