Nýtt útlit moggans

Ég velti fyrir mér hvort nýir miðlar í fréttamennsku séu ástæða þess að Mogginn hefur nú ákvðiða að breyta útliti vefsins síns.  Ég er búinn að skða þetta nokkuð og er ekki viss um að þetta sé framför. 

Ég er reyndar bara búinn að skoða þetta í smástund og á eftir að venjast. 

Þetta á kannski eftir að jafna sig á næstu dögum, þegar maður venst þessu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ég fékk áfall þegar ég sá breytingu þá er mbl hefur gert á síðunni.

Það eina sem ég get sagt er "komið með gamla útlitið aftur", allavega er það svo í augnablikinu.

Þetta olli vandræðum þegar ég ætlaði að vera snöggur að finna eitthvað, búið að færa það til og varð til vandræða.

En vonandi venst þetta eins og svo margt annað...

Ólafur Björn Ólafsson, 25.11.2007 kl. 22:43

2 identicon

Hvaða hvaða, þetta er rosaflott. Síðan eins og hún var hefur verið að verða allt of eitthvað... full af drasli! Núna er hún stílhrein og fín. Þó reyndar finnist mér lógóið aðeins of stórt, en það er auðvitað bara smekksatriði.

Sölvi (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 23:52

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég hélt að tölvan mín hefði fríkað út... breytt um letur upp á sitt einsdæmi.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.11.2007 kl. 00:08

4 identicon

Mér líst vel á þetta svona við fyrstu reynslu - kynni...sjáum til.

alva (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 01:01

5 identicon

Stóra ógeðslega auglýsingin fyrir ofan hausinn er farin. Það er frábært.

Munið þið svo hversu erfitt var að finna tenglana í hausnum ef maður vildi til dæmis fara á fasteignavefinn eða bara yfir á viðskipti, tækni og vísindi eða fólkið?

Ég var einhvern veginn alltaf jafn lengi að skima eftir þessum tenglum, núna sést þetta miklu betur.

Þeir moggamenn fá stórt knús frá mér

Bjarni nokkur (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 09:24

6 identicon

Mér finnst þetta á vissan hátt afturför, því nú er mbl.is orðið eins og "auðlesna" síðan í Mogganum: stuttar fréttir, stórt letur, lítið innihald ... og ekki bitastætt fyrir kröfuharða lesendur. En á móti kemur að síðan er léttari í vöfum. Ég var t.d. löngu hætt að hafa hana sem "heimasíðu" því ég hafði ekki þolinmæði í að bíða eftir því að hún keyrðist upp.

Lana Kolbrún Eddudóttir (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband