Ölvunarblogg Össurar

Ef lítið brot af heimsendaspám Össurar væru sannar, væri Ísland með fátækustu ríkjum heims.  Í hópi Suður Amríkuþjóða sem Össur er svo hrifin af. 

Nú kemur enn ein rugl færslan hjá Össuri.  Það merkilega er að nú hlustaði einhver og birti færsluna.  

Össur virðist vera hrifin af þeim vinnubrögðum eins og stöðvuð voru í REI. Það er með ólíkindur að iðnaðararáðherra skuli kasta þessu bulli fram og engin skuli spyrja hann út í þetta.   Spurnining er hverjir voru með REI í gíslingu?   


mbl.is Össur: Valdarán sexmenninganna skaðaði OR gríðarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gísli Marteinn.. var hann gísl eða eitthvað annað hic* burb

DoctorE (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 22:02

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég held mikið upp á Össur.  Hann er alveg svakalega skemmtilegur og ekki skemmir fyrir að bróðir hans veit allt um álfa, tröll og geimverur.  Gísli Marteinn er sennilega álfur frekar en tröll. 

Björn Heiðdal, 24.11.2007 kl. 23:47

3 identicon

Hefur þú áreiðanlegar heimildir fyrir því að Össur hafi verið ölvaður eða ert þú aðeins að dylgja og ljúga?

Ef það er lygin sem þú ert að skauta á ert þú vesæll maður smárrar hugsunar.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 02:01

4 Smámynd: TómasHa

Ægir: Hvað af Heimsendaspám Össurar hafa ræst?

Björn: Það kæmi lítið á óvart ef Össur skrifaði Stellu Blómkvist, hann er ágætur í slíku.

Guðmundur:  Hvaða heimildir þarf ég að hafa fyrir því að velta því fyrir mér hvort að hann sé drukkinn?    

TómasHa, 25.11.2007 kl. 03:33

5 Smámynd: Denny Crane

Af hverju ertu að tala um Suður Ameríku? Út af blaðaviðtalinu um Castro eða út af því að hann hefur ættleitt börn þaðan? Hvort sem er, þá er hægt að skilja þig þannig að þú sért að draga fjölskyldu mannsins inn í umræðuna sem er Ósmekklegt !

En þótt Össur sé blaðrari þá hitti hann nagglann á höfuðið í þetta sinn. Verst er þetta þó fyrir menn sem eru svo blindir af íhaldsstefnu að þeir sjá ekki staðreyndir og raunveruleikann og þurfa að horfast í augu við eitt mesta pólitíska klúður Íslandssögunnar, grunnskóladeild sjálfstæðisflokksins. Eitt skemmtilegasta móment sem ég man eftir úr íslenskri pólitík var þegar þau stóðu á tröppnum heima hjá Villa skjálfandi af reiði og svekkelsi, allir með slæman hárdag... og kannski samvisku.

Denny Crane, 25.11.2007 kl. 10:23

6 identicon

Tómas það er fráleitt að þú hafir verið að velta einhverju fyrir þér, þegar þú dylgjaðir og laugst um áfengisvandamál Össurar. Þetta er fullurðing í fyrirsögn og búið.  Það er hrein aulaháttur hjá þér að kalla það eitthvað annað en það er.

Undarlegt samt að sjá kjarkleysi þitt þegar þú styendur frammi fyrir því að lygin finnst. Þú minnir mig á annan kjarklausan ræfil, Paul Nikolov, sem bullar og lýgur sig svo frá því, ótrúlegt að menn telji sig halda trúverðugleika eftir svona framkomu.

Að öðru, hvar hafa komið fram heimseindaspár hjá Össuri? Er að vona að þú sért að segja satt með það.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 13:01

7 Smámynd: TómasHa

Styrmirinn:   Ég veit ekkert um fjölskyldu hagi Össurarar og get því ekki verið að ráðast á hann út af því.  Hann hefur margsinnis skrifað um aðdáun sína á bloggið sitt og það ættir þú að kynna þér áður en þú sakar mig um að ráðast á fjölskylduna.    Það hvernig Össur er ánægður með þá starfshætti sem við voru hafðir í REI vekur athygli.

Guðmunur:  Hvaða lygi?   Það að þú haldir mig kjarklausan er ekkert sem helur fyrir mér vöku.  Lestu bara bloggið hans Össurar.  Össur er frábær penni en á betur með ímynda sér hluti en að skrifa um hið raunverulega. 

TómasHa, 25.11.2007 kl. 14:58

8 identicon

Þú ert of þröngur til höfuðsins til að ég nenni að elta frekar ólar við þetta bull hjá þér. Þú sagðist sjálfur aðeins hafa verið að velta því fyrir þér hvort Össur væri fullur þegar hann skrifaði á síðuna sína. En í fyrirsögn fullyrðir þú að hann hafi verið fullur.

Þar hygg ég að þú sért að ljúga. Það er líka rangt að þú hafir verið að velta einhverju fyrir þér. Þú ert bara of naumt skamtaður af náttúrunnar hendi til að skilja það.

En að lokum kom það hvers vegna þú kýsta að kalla hann fyllibyttu, hann er ósammála þér.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 15:14

9 identicon

Hvert einasta mannsbarn í landinu fylgdist með þeirri atburðarrás sem varð til þess að samruni REI og GGE fór út um þúfur.  Málið var gert að aðalatriði í langvarandi aðför nokkurra borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna að oddvita sínum og leiðtoga.  Hinir ungu og óreyndu borgarfulltrúar fórnuðu fjárhagslegum hagsmunum borgarbúa til að geta grafið undan oddvita sínum þegar ljóst var að það var ekki hægt með lýðræðislegum hætti, þ.e. í prófkjöri.   Þetta snerist hins vegar í höndum sexmenninganna og þeir voru settir til hliðar allir sem einn.

Sexmenningarnir hafa síðan margsnúið út úr staðreyndum og sannleikanum til að reyna að skeina þessar misgjörðir af sér.   Þeir hafa orðið margsaga, ótrúverðugir og ruglað hlutum saman.

Össur er vinnusamur og vinnur gjarnan fram á nætur.  Hann hefur haft sömu skoðun á þessu REI máli frá upphafi.  Sexmenningarnir hafa ekki nein svör og þá fer Júlíus Vífill að gefa það í skyn að Össur kunni að hafa verið drukkinn þegar hann skrifað bloggfærsluna.

Ef færsla Össurar er merki um ölvun, hafa þá ekki sexmenningarnir verið við "Bermúdaskál" allan sólarhringinn undanfarnar vikur og mánuði?

Ég held reyndar, að öllu gamni slepptu að þeir sem eiga ekki önnur svör við málflutningi andstæðinga sinna, en að ljúga upp á þá óreglu og drykkjuskap, ættu frekar að þegja en tala, og halda að sér höndum frekar en að skrifa bloggfærslur.  Það er lágt risið á Tómasi síðustjóra í dag og sæmra væri honum að sitja á höndunum á sér.

Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 18:47

10 Smámynd: TómasHa

Guðmundur:   Ýmsir sem eru sammála mér drekkar reglega.  

Einar:  Eins og með ýmis blogg hans Össurar, held ég að hann hafi verið við skál þegar hann drakk þetta.   Ég hef auðvitað ekkert fyrir mér í þessu, en þetta var nú bara sú tilifinning sem ég hafði eftir að hafa lesið bloggið.   Mér sýnist á öðrum bloggum um þessa færslu að fleiri hafi verið sömu skoðunar og ég.

TómasHa, 25.11.2007 kl. 18:59

11 Smámynd: TómasHa

Hreiðar: Risið á mér er ekki sérstaklega lágt.  Hins vegar held ég að menn ættu að varast þær spunakerlingar sem hafa spunnið í kringum þetta.   Það var full ástæða til þess að hinkra við á þessum tímapunkti eins og hefur komið í ljós síðar.  

TómasHa, 25.11.2007 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband