Tilgangslaus barátta

Ég held að þetta sé algjörlega tilgangslaus barátta og þeim væri nær að aðlaga sig að nútímanum frekar en að berjast gegn þessu.   Það hefur sýnt sig að um leið og einhver er stöðvaður kemur annar í staðinn mjög fljótlega.

Ef ekki innlendur torrent þá verður þetta erlendur.

Ég skrifaði grein um þetta á Deiglan.com í seinustu viku.  Hana er hægt að sjá hér:

http://www.deiglan.com/index.php?itemid=11542


mbl.is Eigandi Torrent yfirheyrður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Vandamálið er kannski hér að verið er að rannsaka rangan aðila - það þarf að stöðva sjálfa þjófana sem eru að setja stolna efnið í dreifingu.

Púkinn, 19.11.2007 kl. 13:34

2 identicon

Gömul tugga segir: Vatnið finnur sér alltaf leið.

Það er eins með þetta. Fólk vill efnið. Fólk er bara ekki tilbúið að greiða uppsett verð fyrir efnið. 

kristinn (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 14:03

3 identicon

Viltu gjöra svo vel og láta prófarkalesa Deiglupistilinn, hann er eins og eftir fljótfæran menntaskólastrák.

Halli (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 15:32

4 Smámynd: TómasHa

Halli, þetta er þá bara við mitt hæfi. Ætla seint að þroskast.

Frisk. Það er alveg rétt, ég held að það verði ekki gert nema með samvinnu netfyrirtækjana og ég er nokkuð viss um að friðhelgi einkalífsins nái ansi sterkt þar yfir. Hins vegar er torrent.is með kennitölur ansi margra notenda og svo hafa ýmsir greitt inn á reikning þeirra þeim til stuðnings.

TómasHa, 19.11.2007 kl. 16:07

5 identicon

Mér finnst vanta í þessa umræðu hversu háar greiðslur rétthafar fá af skatti sem lagður er á tóma geisla- og DVD diska.

Sú skattheimta dæmir menn sem þjófa um leið og þeir kaupa diskana þó svo að þeir séu bara notaðir til að taka afrit af fjölskyldumyndunum.

Steini (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband