Skynsemleg rödd af frá Fréttablaðsmanni

Oft hefur mér fundist umræðan á vísi.is og fréttablaðinu um RÚV nálgast einelti.  Þeir náðu að dreina Útvarpsstjóramálið í marga mánuði og ég held að flestir hafi verið komnir með ógeð á þeirri umræðu.  Nú kemur Jón Kaldal með nokkuð góðan punkt inn í umræðuna og 150 milljónirnar hans Björgúlfs:

Um leið er algjör óþarfi að fara mörgum orðum um einlægan áhuga Björgólfs á gerð innlends efnis eins og útvarpsstjóri hefur gert. Ef sá áhugi væri einlægur hefði Björgólfur lagt féð í sjóð sem allar sjónvarpsstöðvar hefðu getað sótt í. Fjárhagsaðstoð Björgólfs við RÚV á auðvitað að skoða í því ljósi að hann á nú þegar í grimmri samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Hann er aðaleigandi Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins og 24 stunda, keppinauta Fréttablaðsins, sem er hluti af fyrirtækinu 365 sem aftur rekur Stöð 2 og fleiri sjónvarpsstöðvar.

Ætli það sé ekki töluvert minni áhætta að sparka í 365 með svona hlutum en með því að stofna stjónvarpsstöð eins og skjár 3 hérna um árið.  Þar að auki hefði þetta átt að gefa honum gott PR.  Hvernig er hægt að gefa 150 milljónir í svona málaflokk og fá ekki gott PR?  

Einu sem litu út eins og hálfvitar voru hollvinasamtökin fyrir að halda því fram að þetta væri fyrsta skrefið í einkavæðingu!  Nú þegar eru mörg fyrirtæki að styrkja listasöfn borgarinnar, ætli sé verið að fara að einkavæða þau?  

Það var samt sem áður mjög skemmtilegt að hlusta á Pál reyna að segja fólki að þetta væri ekki kostun.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Auðunn Ragnarsson

Gott hjá þér að taka þetta upp Tómas. Það hlýtur að vera best fyrir gerð sjónvarpsefnis í landinu að allir framleiðendur (sjónvarpsstöðvar sem og þáttagerðarfólk) hafi jafnan aðgang að fjármagni sem veitt er í þessum tilgangi. Því hefði verið eðlilegast að stofna sjóð sem allir hefðu geta sótt í. Hugsanlega hefði mátt skilyrða úthlutanir þannig að umsækjendur hefðu orðið að vera búinir að tryggja sér einhverja fjármögnun annars staðar, t.d. hjá Stöð 2 eða RÚV, ef það er eitthvað sem mönnum finnst skipta máli. Nema þá að Björgúlfur sé ekki áskrifandi að Stöð 2!

Gunnlaugur Auðunn Ragnarsson, 16.11.2007 kl. 10:44

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Alveg sammála!

Björn Heiðdal, 16.11.2007 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband