Bauhaus er þá að koma!

Það var sagt í mín eyru að Bauhaus væru hættir við að koma, ástæðan væri einföld markaðurinn væri í raun of lítil og samkeppni mikil miðað við það.

Viðskiptablaðið segir frá því að þeir séu að koma, og að þeir hafi gert samning við Háfell um undirbúning.

Það er þó ástæðulaust að fagna of snemma, ef menn halda að verðið eigi eftir að lækka um tugi prósenta og við eigum eftir að kaupa byggingarvörur á evrópuverð, hvað sem það nú er, ættu að líta til Toys R Us.

Eftir því sem ég hef kynnt mér hefur verið lækkað lítillega frá því sem það var, en er ekkert í samanburði við Toys R us erlendis.

Ég spái því að sama gerist með Bauhaus, þeir eiga eftir að lækka eitthvað en hins vegar ætlar þeir sér ekkert að "botna" markaðinn.  Þeir eiga eftir að halda verðinu upp í svipuðum verðum og félagar þeira í hinum byggingarvöruverslununum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ekki segja þetta. Maður verður allavega að halda í vonina

Ævar Rafn Kjartansson, 29.10.2007 kl. 20:50

2 identicon

Sammála, enda þurfa þeir ekki smá tekjur þó ekki væri nema til að greiða fyrir lóðina.

Það svína allir á verðlagi á Íslandi því er nú verr.

Sólveig (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband