27.10.2007 | 12:32
Mín á leiðinni
Pantaði mér Wii frá Þýskalandi, hún kemur vonandi fljótlega. Kosturinn við þá þýsku er að hún kemur beytt og er breytt af fagönnum. Ég held samt að ég geti ekki spilað kvikmyndir í gegnum netið eins og ég er að gera með Xboxinu, það væri samt gaman ef það væri hægt.
Þessar vélar eru algjör snilld, ég kolféll fyrir henni eftir að hafa prufað hana einu sinni. Ég hef almenn haft þá reglu að spila ekki tölvuleiki en wii-inn var bara of skemmtilegur til að sleppa því.
Nintendo annar varla eftirspurn á Wii leikjatölvunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú getur spilað kvikmyndir af netinu í gegnum operu vafran sem wii-in notar, þ.e. ef þær eru á flash-formi. YouTube er til að mynda orðin ein vinsælasta sjónvarpsstöðin á heimilinu.
Svo getur þú líka streamað allt efni af tölvunni þinni þráðlaust yfir á wii með orb forritinu. www.orb.com
Frábær græja.
Ásþór Sædal (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 13:43
Takik fyrir þetta Ásþór, ég á örugglega eftir að nota þetta.
TómasHa, 27.10.2007 kl. 15:29
Segðu mér hverju þarf að breyta í henni - líst svo skrambi vel á þetta tæki en þekki engan sem er með þetta hérna í Eyjum. Sé að ég gæti þarna gefið sjálfum mér jólagjöf
Gísli Foster Hjartarson, 28.10.2007 kl. 12:39
Ég hef bara pantað hana tilbúna hérna:
http://konsolenprofis.de
Þar eru líka til modpakkarnir.
TómasHa, 29.10.2007 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.